8.8.2013 | 14:18
Innflutt sköpunarhyggja
Íslenskir sköpunarsinnar eru frekar fáir, en þeir kunna ensku og þýða samviskusamlega kjaftæði sem framleitt er af amerískum sköpunarsinnum.
Ég hef ekki orðið var við eina einustu röksemd íslenskra sköpunarsinna, sem er frumleg ný gagnrýni á þróunarkenninguna. Í það heila eru þetta allt saman endurnýting á gömlum einföldum fullyrðingum, sem búið er að hrekja fyrir langa löngu.
Frosti og Máni í Harmageddon hafa oftar en ekki hjólað í íslenska sköpunarsinna, og af því tilefni kölluðu þeir undirritaðan í viðtal í morgun. Mest fór púðrið í að svara einstaka fullyrðingum eins íslensks sköpunarsinna, sbr. tengil á viðtalið hér að neðan.
En mér finnst mikilvægast að árétta, að jafnvel þótt að sköpunarsinnar bregði fyrir sig fáguðu orðfæri og vitni í greinar, staðreyndir og tölur, þá virða þeir lögmál vísinda að vettugi. Þeir beita ekki vísindalegum aðferðum, og rökfræðin er oft verulega brengluð.
Það er samt þeim í hag, að það líti út fyrir að þeir eigi í rökræðum við vísindamenn. Þeir vilja ekki endilega snúa þeim til síns málstaðar, heldur sannfæra venjulegt fólk um að þróunarkenningin sé ekki jafn sönn og vísindamenn vilja láta. Þeir vilja framleiða efa, svona rétt eins og tóbaksframleiðendur framleiddu efa um hættuna af sígarettum og olíufyrirtækin nú um loftslagsvísindin.
Ég vildi óska að fólk beindi athygli sinni að brýnari vandamálum, og nýtti orkuna til að berjast fyrir t.d. náttúruvernd, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, betri menntun og heilbrigðisþjónustu, réttindum minnihlutahópa og kúgaðra, minni spillingu og fleiri atvinnutækifærum.
Ítarefni:
X-ið 8. ágúst 2013 Sköpunarsinnum endanlega svarað
30.1.2012 Mikilvægi þróunkenningarinnar fyrir læknisfræði
14.2.2009 Þróun og aðferð vísinda
15.8.2009 Amerískir kjúklingar
19.8.2011 Þróunarkenningin er staðreynd
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ertu að tala um ruglukollinn hann Mofa :) Endilega að láta Mofa mala áfram, ekkert er eins gott fyrir trúleysi og kjánarausið í honum
DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 16:17
Doctor
Það var ekki Mofi sem var að skrifast á við Frosta á Xinu. Ég held örugglega að þetta sé Sölvi Jónsson, sem andæfði þróunarkenningunni í aðsendum greinum í morgunblaðinu.
Það má finna tengla á greinar hans Sölva á mbl.is (greinasafn) sem og svör Ólafs Halldórssonar líffræðings við skrifum hans.
Arnar Pálsson, 9.8.2013 kl. 09:24
O,, sá hann núna á facebook... kannski gott fyrir hann að skoða þetta video frá AronRa: http://www.youtube.com/watch?v=-NWdU_MMOo4
En því miður eru þessir sköpunarruglukollar svo samansaumaðir og niðurnjörfðaðir í hræðslu og afneitun á dauðanum að þeir rolollo og jesúast yfir öll gögn sem gætu hugsanlegt hreyft við blauta draumnum þeirra um eilíft líf í lúxus eftir dauðann :)
DoctorE (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 10:25
P.S.
Resurrected protein's clue to origins of life
http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-23591470
DoctorE (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 10:28
Takk kærlega DoctorE
Greinin í BBC og rannsóknin sem þar var rædd, er dásamlega forvitnileg.
Það er sérstaklega gaman að hitaþol þróunarlega elstu prótínanna sé meira en þeirra yngri. Það styður tilgátur um að í árdaga lífsins hafi hiti á jörðinni verið ansi hár.
Arnar Pálsson, 14.8.2013 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.