Leita í fréttum mbl.is

Vísindaútgáfa er vandaverk

Vísindamenn byrjuðu á að rita bækur um rannsóknir sínar en með tilkomu fræðifélaga, eins og Linneanska félagsins í London, var farið að rita einstakar og afmarkaðari greinar.

Nú til dags miðla vísindamenn næstum öllum niðurstöðum í formi vísindagreina, sem birtast í misjafnlega sérhæfðum ritum. Vísindatímaritin eru síðan misjöfn, í formi, ritstjórnarstefnu og virðingu.

Science og Nature eru virtustu tímaritin, m.a. vegna þess að þau hafa birt fjölmargar tímamóta rannsóknir í gegnum tíðina. Það er ákaflega erfitt að koma greinum í þessi tímarit. Ritstjórarnir hafna greinum án þess að senda þær í yfirlestur, og mjög stórt hlutfall greina er hafnað af yfirlesurum. Einhverntíman heyrði ég að einungis 5% af greinum sem sendar voru í Nature væru birtar.

Fræðimenn verða að vita hvaða tímarit eru merkilegust á sínu fræðasviði. Ef þú ert erfðafræðingur, þá eru Nature Genetics, PLoS genetics og Genetics talin merkilegustu tímaritin. Fræðimaður þarf að velja til hvaða tímarits hann sendir rannsóknina sína. Hann þarf að meta hversu góð hún er, á hún sjéns í Nature eða Genetics eða Frey (Helsta landbúnaðartímarit Íslands til margra ára).

Framlag vísindamanna og framleiðni  er nú metið að miklu leyti með mælistikum semtengjast virðingu tímaritanna. Ef þú birtir rannsókn í Nature, þá er hún ósjálfrátt talin merkilegri en rannsókn sem birtist í Frey. En á sama tíma er líka hvati til að birta margar greinar, fjöldi vísindagreina skiptir máli fyrir líkurnar á góðu starfi, stöðuhækkun, styrkfé og verðlaunum.

Matskerfið er þannig á vissan hátt hvati á framleiðni en ekki gæði.

Og ef vísindamenn eru ekki starfi sínu vaxnir, og vita ekki hvað er gott og slæmt á sínu fræðasviði, getur verið að þeir freistist til að senda grein í líttþekkt tímarit. Slíkt tímariti getur verið ágætt í sjálfum sér, en það eru einnig dæmi um að þau séu svikamylla eða jafnvel svindl útgáfu af alvöru tímariti. Bókasafnsfræðingurinn Jeffrey Beall hefur tekið saman lista yfir möguleg svindltímarit af nokkrum gerðum. Hann ræddi fyrstur um ránið á Jökli. 

Að lokum vil ég þakka Viðar Guðjónsyni fyrir vandaða umfjöllun og að skaffa tengla á heimildir (jafnvel vort auma blogg).

Ítarefni.

Icelandic Journal Latest Victim of Journal Hijacking

The Linnean Society of London


mbl.is Jökull í klóm óprúttinna manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband