26.8.2013 | 13:34
Siðferðlileg álitamál um staðgöngumæðrun
Nú stendur yfir fundur í Þjóðminjasafninu um staðgöngumæðrun í alþjóðlegu samhengi.
Fjallað er um siðferðileg og lögfræðileg álitamál sem tengjast staðgöngumæðrun, sæðis og eggjagjöfum. Meðal þeirra spurninga sem velt er upp er:
Hafa börn rétt á að vita um sín erfðafræðilegu foreldri?
Á barn fætt með sæðisgjöf, rétt á að vita hver pabbinn er?
Hver er réttur staðgöngumóður?
Hver er réttur eggjagjafa(móður) og sæðisgjafa(föður)?
Hver er réttur barns sem fætt er af staðgöngumóður?
Á það barn rétt á að þekkja sína staðgöngumóður?
Á dagskrá eru mörg mjög athyglisverð erindi.
Reproductive Technology and Surrogacy a Global Perspective, Reykjavik 25-27 August
Í morgun bar Salla Silvola lögfræðingur í Finnska dómsmálaráðaneytinu, saman norræna löggjöf um staðgöngumæðrun.
Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og lektor við HÍ fjallaði um ráðgjöf og sjónarhorn þeirra sem leitast eftir tæknifrjóvgun og e.t.v. staðgöngumæðrun vegna ófrjósemi.
Ole Schou, forstjóri stærsta sæðisbanka veraldar (Cryos International), fjallaði um þeirra sögu, reynslu og siðferðileg álitamál.
Síðasta erindi morgunsins flutti Guido Pennings, siðfræðiprófessor við Ghent háskóla. Hann ræddi um samræmingu löggjafar, og hvatti í raun til þess að lönd Evrópu fylgdu sinni eigin stefnu, og gerðu þannig nokkurskonar lögfræðilegar tilraunir á minni skala, sem aðrar þjóðir gætu þá lært af.
Fundurinn er skipulagður af Norrænu lífsiðanefndinni, sem starfar í umboði norræna ráðherraráðsins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.