Leita í fréttum mbl.is

Svartamarkaður með sæði

Eins og fram kom í gær, stendur nú yfir málþing um staðgöngumæðrun í Þjóðminjasafninu. Málþingið er skipulagt af Norrænu lífsiðanefndinni, og fjallað er um málið frá mörgum hornum.

Rúv fjallaði um málið 26. ágúst 2013.

 

Brýnt er að þjóðir heims komi sér saman um löggjöf um staðgöngumæðrun. Þetta kom fram í máli siðfræðinga sem töluðu á ráðstefnu um málefnið í Reykjavík í dag.

Hópur fræðimanna vinnur nú að því að semja ný lög sem leyfa staðgöngumæðrun hér á landi. Grár og svartur markaður með tæknifrjóvganir fer ört vaxandi í heiminum. Norræna lífsiðfræðinefndin blés til ráðstefnunnar. Eftirspurn eftir staðgöngumæðrun fer ört vaxandi í hinum vestræna heimi. Fleiri og fleiri glíma við ófrjósemi og fleiri og fleiri slá barneignum á frest og reynast svo of gamlir þegar til kastanna kemur. Þá leita samkynhneigðir í auknum mæli eftir þjónustunni.

Forstjóri Danska sæðisbankans, Ole Schou er markaðsmaður að mennt og lítur á þetta sem spurningu um eftirspurn og framboð. Eftirspurnin sé næg, og ef hömlur eru settar á framboðið, muni það leiða til svartamarkaðar.

Ole Schou er bankastjóri danska sæðisbankans sem er sá stærsti í heimi. 35 þúsund börn eru getin með sæði úr bankanum í yfir 70 löndum. 90% af sæðinu er til útflutnings. Bankastjórinn segir framboð og eftirspurn eftir sæði það mikla að nauðsynlegt sé að veita þjónustuna svo hún leiti ekki undir yfirborðið. Of ströng löggjöf geti slegið á framboðið en ekki á eftirspurnina.

Meira um það síðar.

Ítarefni:

Rúv 26. ágúst 2013. Svartur getnaðarmarkaður fer vaxandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband