Leita í fréttum mbl.is

Strandfurur eru ekki risafurur

dscn0472grant2_1027067.jpgStrandfurur eru ekki risafurur. Einhver miskilningur hefur læðst inn í frétt mbl.is, á skógarbruna í Yosemite þjóðgarðinum. Mig grunar að þeir hafi ruglast á stærstu lífveru jarðar og hæstu lífveru jarðar. Risafurur (Sequoiadendron giganteum) eru stærsta (í grömmum taldar)*, en strandfurur (Sequoia sempervirens) voru taldar geta orðið hæstar**

Yosemite dalurinn og þjóðgarðurinn er frekar fjarri strönd Kyrrahafsins, umlukinn tröllauknum klettum og skógi vaxinn.

Innan svæðisins eru þrír lundir með risafurur og þær eru nú í hættu. Reyndar kveikja skógfræðingarnir reglulega í gróðri á svæðinu, m.a. til að koma í veg fyrir að mikill eldsmatur sé til staðar, að mig grunar einnig til að hjálpa fræjum að spíra.

Myndina að ofan tók ég í Kings Canyon reitnum haustið 2005.

dscn0481sequoia3.jpgNeðri myndin er tekin af sama tilefni, og sýnir stýrðan bruna á svæðinu.

*Sumir segja reyndar að vissir jarðvegssveppir spanni þvílíkt flæmi að hver "einstaklingur" hljóti að vera þyngri en risafura.

**Önnur tré hafa samt náð meiri hæð, sjá vísindavefinn.

Guðjón S. Jenssen leiðrétti skilgreininguna á furum Leiðrétting

Ítarefni:

JMH. „Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?“. Vísindavefurinn 29.11.2005. http://visindavefur.is/?id=5443.

HMH. „Hvert er stærsta tré í heiminum?“. Vísindavefurinn 20.7.2000. http://visindavefur.is/?id=676. (Skoðað 27.8.2013). 

Wikipedia Sequoiadendron giganteum

Sequoia sempervirens - USDA Forest Service


mbl.is Hæstu tré heims í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á vísindavefnum er talað um myrtutré (lauftré) sem hæsta tréð. Það má vera að einstaklingur af þessari tegund sé hæsta tré sem mælt hefur verið, en sem tegund er það Sequoia sempervirens, sem kallaður hefur verið rauðviður á íslensku, coast redwood, California redwood, og giant redwood á ensku. Þetta er sígræn tegund af sýprus ætt og er því ekki fura.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2013 kl. 19:30

2 identicon

Mikið afskaplega er þetta skringileg grein!

Hefuru virkilega áhyggjur af tegundagreiningu þegar skógareldar geisa?

Jóhann (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 23:38

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Gunnar fyrir að skerpa á þessu!

Jóhann.

Það skiptir máli hvaða tré eru að brenna.

Ef þetta væri ekki risafura, sem finnst í fáum lundum í Kaliforníu, þá væri þetta ekki jafn mikil frétt.

Strandfuran er með mun víðari útbreiðslu.

Arnar Pálsson, 28.8.2013 kl. 10:22

4 identicon

Hún er reyndar kölluð strandrisafura, giant sequoia systir hennar er kölluð risafura

Ari (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 13:45

5 identicon

Risafuran General Sherman er stærstur að umfangi http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_superlative_trees#Largest_by_volume

en strandrisafuran Hyperion er hæst http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_superlative_trees#Tallest

Ari (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband