Leita í fréttum mbl.is

Gísli og Silke leiða sveppagöngu

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands hafa staðið fyrir gönguferðasyrpu, sem kallast Með fróðleik í fararnesti.

31. ágúst er förinni heitið í sveppaferð í Heiðmörk.

Gísli Már Gíslason skipulagði ferðinna, en aðalsveppafræðingurinn í ferðinni er Silke Wurth, þýskur nýdoktor við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ.

ATHUGIÐ sérstaklega að brottför verður frá HÍ kl. 10 (frá Náttúrufræðihúsi HÍ), en ekki frá Rauðhólum eins og misritaðist í auglýsingu og fréttatilkynningu.

Silke Werth, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun, leiðir sveppaferð í Heiðmörk í samvinnu við fararstjóra Ferðafélags Íslands. Sveppum verður safnað og fræðst um þá og verkun þeirra. Hvaða sveppi má borða og hverjir eru eitraðir?

Hist verður við Öskju, náttúrufræðahús Háskóla Íslands, kl. 10 þar sem hægt verður að sameinast í bíla. Þaðan verður ekið í lest inn í Heiðmörk. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sveppabækur og ílát fyrir sveppina. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna. Leiðsögn verður á ensku og íslensku.

http://www.hi.is/vidburdir/med_frodleik_i_fararnesti_sveppaferd_i_heidmork

Gísli Már Gíslason

Eldri vefsíða Silke Wurth


mbl.is Sveppi er víða að finna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband