Leita í fréttum mbl.is

Fæðing frægrar ræðu

Martin L. King var ekki mikið fyrir að skrifa ræður. Hann rissaði venjulega niður nokkur orð á blað, og lés síðan andan bera sig. Í nokkrum ræðum hafði hann fjallað um draum, um jafnrétti öllum til handa.

En ræðan sem hann flutti í Washington 28. ágúst 1963 var of mikilvæg fyrir slík vinnubrögð. Hann lá yfir nótum til kl. 4 um nóttina. Þegar félagar hans vélrituðu upp textann innihélt ræðan ekki orðin "Ég á mér draum..."

Á útifundinum1 í Washington  fluttu margir ræður, en einnig var flutt tónlist, m.a. gospeldrottningin Mahalia Jackson.

Samkvæmt grein eftir Drew Hansen í NY Times, þá flutti séra King ræðu sína af miklum eldmóði. En á vissum stað í ræðunni hikaði hann, og sleppti frekar illa orðaðri setningu. Síðan lét hann andan grípa sig og sagði:

Go back to Mississippi; go back to Alabama; go back to South Carolina; go back to Georgia; go back to Louisiana; go back to the slums and ghettos of our Northern cities, knowing that somehow this situation can and will be changed.

Þá tók við stutt þögn (rétt eftir 11. mín í myndskeiði með frétt mbl.is). Þá kallaði Mahalia Jackson til hans frá hlið sviðsins, "segðu þeim frá draumnum Martin". Og Martin sagði:

I say to you today, my friends, so even though we face the difficulties of today and tomorrow, I still have a dream. 

Og Martin Luther King flutti glæsilegan lokakafla einnar frægustu ræðu mannkynsögunar.

Orð breyta fólki og heiminum. Lesið þau, notið þau og takist á við áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir.

Pistill þessi er nær algjörlega byggður á grein Drew Hansen í NY Times, og er nær því að vera þýðing en sjálfstæði skrif!

Frumheimild:

Drew Hansen NY Times Mahalia Jackson, and King's Improvisation

 

Drew Hansen er höfund The Dream: Martin Luther King Jr., and the Speech That Inspired a Nation.

NY Times 1963 200,000 March for Civil Rights in Orderly Washington Rally...

 


mbl.is „Þau áttu öll þennan draum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband