30.8.2013 | 10:30
Greina rætur krabbameina
Margir þættir geta mótað tilurð krabbameina. Sjúkdómurinn felur í sér að sumar frumur líkamans hætta að láta af stjórn, skipta sér of mikið, seyta vaxtaþáttum og fara á endanum í ferðalög um líkamann.
Erfðaþættir skipta máli, en það sem einnig einkennir krabbamein eru gallar í erfðaefni líkamsfruma. Galli í erfðaefni við venjulega frumuskiptingu, getur ýtt frumu inn á farveg krabbameins. Þegar margar "rangar" breytingar hafa orðið, er frumuhópurinn oftast orðinn stjórnlaus, og myndar æxli.
Erfðarannsóknir á líkamsfrumum geta fundið þessar stökkbreytingar, sem ýta undir krabbameinsmyndun og íferð.
Jórunn E. Eyfjörð og félagar við Læknadeild HÍ tóku þátt í stórri rannsókn á erfðafræði krabbameina. Greinin sem birtist í Nature nýverið er öll hin glæsilegasta. Fjallað er um þetta í fréttatilkynningu frá HÍ.
Að sögn Jórunnar byggist rannsóknin á alþjóðlega samstarfsverkefninu The human cancer genome project sem miðar að því að skilgreina öll krabbamein í mönnum, þ.e. hvers vegna þau myndast, hvað valdi því og hvernig megi þróa sértækar aðferðir til að meðhöndla eða koma í veg fyrir hin ýmsu krabbamein. Verkefnið er unnið undir forystu Sanger-stofnunarinnar í Bretlandi og að því kemur fjöldi vísindamanna í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Ástralíu.Í rannsókninni sem greint er frá í nýjasta hefti Nature voru fimm milljónir stökkbreytinga úr yfir 7000 krabbameinstilvikum rannsakaðar með það fyrir augum að fá nýja innsýn í þróun krabbameina. Þetta er fyrsta ítarlega greiningin á stökkbreytingum sem valda æxlismyndun í 30 algengustu tegundum krabbameina í mönnum. Alls voru greind 21 mismunandi mynstur stökkbreytinga sem einkenndu þessar ólíku tegundir krabbameina. Í sumum tilfellum má rekja stökkbreytingarnar til þekktra skaðvalda eins og efna í tóbaksreyk eða útfjólublárrar(UV) geislunar. Reykingatengt stökkbreytingamynstur sést t.d. skýrt í krabbameinum í munni og lungum og mynstur tengt útfjólublárri geislun í húðkrabbameinum. Í flestum öðrum tilfellum er minna vitað um orsakir en þessi rannsókn er mikilvægt innlegg í að finna skýringar á þeim, segir Jórunn.
Tímamótarannsókn á krabbameinum
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erfðafræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
G. Edward Griffin - A World Without Cancer - The Story Of Vitamin
http://www.youtube.com/watch?v=JGsSEqsGLWM
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 20:40
''people are fed by the food industry, which pays no attention to health.
and are treated by the health industry , which pays no attention to food
''Wendell Berry
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 21:28
Einmitt Helgi, til hvers að hlusta á vísindamenn, þegar kvikmyndagerðarmenn eru nú þegar búnir að finna lausn á vandanum?!
Þessi sami G. Edward Griffin hefur einnig sagst hafa fundið örkina hans Nóa...
Rebekka, 31.8.2013 kl. 09:46
var ekki altaf verid að vitna I vísindamenn kvað var þeð I þessari mind sem for svona I taugarnar a þer Rebekka
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 21:44
Ég tek undir með Rebekku.
Bók og myndband Ed Griffin kynna ekki töfralausnina við krabbameinum.
Heldur dæmigerða samsæriskenningu..."if the story as follows is true..."
Arnar Pálsson, 2.9.2013 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.