6.9.2013 | 10:31
Vernda einstök svæði - vísindi, heimspeki og pólitík
Mannfólk byggir bara eina jörð. Gæði plánetunar eru flest endanleg, og þau er hægt að ofnota.
Ósnertar víðáttur hafa verið á hröðu undanhaldi síðustu aldirnar, sérstaklega eftir iðnbyltinguna og fólksfjöldasprenginug síðustu aldar. Hérlendis má finna ósnertar víðáttur sérstaklega á hálendinu, en þær eru einnig í hættu.
Íslendingar gera sér flestir grein fyrir því að virkjanir, vegagerð og línulagnir breyta ásýnd landsins og skerða ósnertar víðáttur landsins. Afstaða fólks til framkvæmda og verndar er hins vegar mjög ólík. Náttúruverndarfólk vill vernda náttúruna og landið eins og það er, og er mótfallið framkvæmdum - sérstaklega á óspilltum eða einstökum svæðum. Framkvæmdasinnar horfa frekar til fjárhagslegs og þjóðhagslegs ávinningis af virkjunum eða raflínum og telja einstaka foss, votlendi eða hraun ásættanlegan fórnarkostnað. Það sem skilur hópanna að er ólíkt verðmætamat, og heimspekileg afstaða til náttúru og framfara.
Þarna á milli lenda síðan vísindi.
Umhverfisfræðin fjallar um áhrif manns á náttúru, og dæmi um spurningar hennar eru t.d.
- Hvaða áhrif hefur bílaflotinn á loftgæði?
- Hvaða áhrif hefur virkjun á náttúru (t.d. lífríki, vatnakerfi og landslag)?
- Hefur útblástur koltvíildis áhrif á loftslag?
Vandamálið við umræðuna er að oft hrúgast saman heimspekileg, efnahagsleg og tilfinningaleg rök. Vísindalegar staðreyndir eða vísindaleg óvissa verður síðan að gjaldmiðli í umræðunni, þar sem ekki er alltaf farið rétt með.
Ef við tökum t.d. loftslagsumræðuna þá er ekki lengur vafi meðal vísindamanna um það hvort að losun koltvíildis (og annara lofttegunda) breyti meðalhita á jörðinni og þar með loftslagi.
En engu að síður eru vísindalegar staðreyndir, eða vísindalega hljómandi atriði, notaðar sem mótrök við þessari ályktun.
Hvernig má það vera - er fólk svona óheiðarlegt eða svona heimskt?
Sumir eru reyndar óheiðarlegir, þ.e. þeir sem hafa atvinnu af því að framleiða efa - nú um loftslagsmálin, áður um skaðleg áhrif reykinga.
Það er hreinlega rangt að halda því fram að fólk sem afneitar loftslagvísindunum sé heimskt. Slíkar fullyrðingar eru einnig móðgandi og ólíklegar til að hjálpa fólki að sjá villu síns vegar.
Svarið er það að hugur mannsins er breyskur og röksemdir þurfa oft að víkja fyrirfram mótuðum skoðunum og tilfinningum.
Sálfræðingar hafa rannsakað það hvernig heilinn virkar, og hvernig skoðanir myndast, hvernig við bregðumst við nýjum upplýsingum sem varða skoðanir okkar og lífsýn. Þessar rannsóknir sýna að maðurinn er duglegur að réttlæta skoðanir sínar með rökum, jafnvel þótt að skoðanirnar hafi mótast vegna tilfinninga, heimspeki eða innrætingar.
Chris Mooney fjallar ítarlega um þetta í pistlin á Mother Jones - The Science of Why We Don't Believe Science(2011).
Hann rekur vandaðar rannsóknir sem sýna að gögn og rök hreyfa ekki endilega við fólki, ef skoðanir þeirra eru skýrt mótaðar. Og þær sýna líka að gagnrýnin umræða megnar ekki að breyta skoðunum slíks fólks, eins og t.d. loftslags-breytinga-afneitara. Allar staðreyndir eru metnar með gleraugum skoðananna, og þær sem staðfesta eru meðteknar, en hinum er afneitað með oft flóknum útúrsnúningum. Aðal atriðið er að mannshugurinn er ekki hrifinn af mótsögnum, og djúpt greypt skoðun hnikast ekki vegna nokkura staðreynda.
Mooney vitnar í Leon Festinger frægan sálfræðing í greininni:
A MAN WITH A CONVICTION is a hard man to change. Tell him you disagree and he turns away. Show him facts or figures and he questions your sources. Appeal to logic and he fails to see your point.
Mooney lýsir þessum breyskleika mannlegrar hugsunar og hvernig vísindin velkjast í pólitískri umræðu. En hann tekur einnig skref fram á veginn, og reynir að finna út hvernig við getum miðlað þekkingu á þann hátt að skoðanir fólks flækist ekki fyrir.
We all have blinders in some situations. The question then becomes: What can be done to counteract human nature?Given the power of our prior beliefs to skew how we respond to new information, one thing is becoming clear: If you want someone to accept new evidence, make sure to present it to them in a context that doesn't trigger a defensive, emotional reaction.
Chris Mooney flytur erindi á morgun (7. september 2013 kl 12:00) sem ég hvet fólk til að mæta á.
Ítarefni og skyldir pistlar:
Chris Mooney á Mother Jones - The Science of Why We Don't Believe Science (2011).
Sálfræðin sem býr að baki stríðinu gegn umhverfisvísindum laugardaginn 7. september.
Trúlega er það trúlegi heilinn (2012)
Heili 1 og heili 2 (2011)
Berjast fyrir vernd Þjórsárvera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.