25.9.2013 | 09:48
Í sátt við hagahafa og okkur hin
Það slær að manni óhugur þegar umhverfisráðherra, leggur til að lög um náttúruvernd verði afturkölluð.
Rökstuðningurinn er sá að margar athugasemdir hafi borist varðandi frumvarpið.
Í Fréttablaðinu var rætt við Sigurð Inga:
Máli sínu til stuðnings bendir Sigurður Ingi á gagnrýni vegna ferðafrelsis á hálendinu en bílaumferð var takmörkuð í lögunum.
Spurður hvort tilgangur endurskoðunarinnar sé einnig að greiða fyrir framkvæmdum svarar hann neitandi og bætir við að mikil og góð vinna hafi verið unnin varðandi frumvarpið og að hún verði nýtt við smíði nýrra laga. Hann segir lögin einkennast af boðum og bönnum og vill breyta "yfirbragði þeirra" eins og hann orðar það sjálfur.
Þar höfum við það.
Náttúruvernd á ekki að snúast um boð og bönn, ekki einu sinni að bannað sé að keyra á ómerktum slóðum.
Eins gott að þessi ráðherra fer ekki með dómsmál, hann hefði kannski viljað breyta "yfirbragði" refsilaga og annara. Óþarfi að banna rán, það skerðir ruplfrelsi vissra haghafa í glæpaiðnaðinum.
Flest verk umhverfisráðherrans ganga gegn náttúrunni. Við getum ekki setið þegandi undir þessu.
Lög um náttúruvernd afturkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Það kom fram réttmæt gagnrýni á akstursbann á ákveðnum leiðum sem útivistar og jeppafólk hafði vanið komur sínar á áratugum saman. Mikill fjöldi fólks og félagasamtaka mótmælti því banni kröftuglega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2013 kl. 11:11
Gunnar, þetta voru örfáar leiðir, sem voru lagðar af eða umferð takmörkuð, langstærstur hluti hálendisleiða er enn opinn líkt og hefur verið. Athugasemdir beindust að ýmsum öðrum atriðum, og var tekið tillit til margra þeirra. Að ætla að afnema nýju náttúruverndarlögin eins og þau leggja sig (við erum ekki einu sinni að tala um smá lagfæringar til að færa þessi meintu ágreiningsatriði til „betra horfs“) er gjörsamlega fáránleg hugdetta.
Snæbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 11:31
Umhverfisráðherra hefur sagt að sú mikla vinna sem lá að baki lögunum verði nýtt í gerð nýrra laga.
Gæti ekki verið að meirihluti fólks sé sammála umhverfisráðherra. Ég er helst á því, þegar nýja frumvarpið liggur fyrir og fólk kynnir sér það.
En það mun koma í ljós, andið rólega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2013 kl. 12:37
Ef það á að nýta alla vinnuna aftur, af hverju er þá ekki frekar farið í endurskoðun á nýju lögunum? Það væri þá hægt að meta hvert og eitt breytingaratriði fyrir sig. Og hvað er svona mikið að nýju lögunum, sem krefst þess að þau verði einfaldlega dregin til baka?
Snæbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 12:48
ég sagði ekki "alla vinnuna"
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2013 kl. 13:49
Aha, mikill munur þar.
En af hverju er ekki hægt að endurskoða lögin einfaldlega, fara í þá þætti sem þykir tilefni til? Hvað kallar á svona stórvægilegar breytingar? Hvað ert þú t.d. óánægður með í nýju lögunum, Gunnar?
Snæbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 13:59
sjá t.d. athugas. #1
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2013 kl. 14:18
Ég var búinn að lesa athugas. #1, þar kemur ekkert fram sem styður hugmyndir um að henda nýju lögunum. Leiðirnar sem um ræðir eru örfáar (erum við að tala um e-ð stórvægilegt annað en Vonarskarðið?) og það er auk þess augljóst að aldrei var hægt að ná sátt um alla skapaða hluti í frumvarpinu. Enn hefurðu því ekki svarað því hvað sé svona stórkostlega að nýju lögunum.
Snæbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 14:23
Ég hef aldrei sagt að nýju lögin séu stórkostleg
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2013 kl. 14:30
Haha, ég gerði nú heldur ekki ráð fyrir því að þér finnist nýju náttúruverndarlögin stórkostleg, eiginlega gerði ég heldur ráð fyrir hinu. Ég spurði þig hvað þér fyndist stórkostlegt að nýju náttúruverndarlögunum, hvort þú gætir nefnt e-ð sem gæti réttlætt svona háttsemi hjá Sigurði Inga. Miðað við fyrstu athugasemdina og komment á öðrum bloggum þá virðistu nefnilega vera býsna ánægður með þetta hjá honum, og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri e-r sérstök ástæða fyrir því.
Snæbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 14:38
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/26/fagna_afturkollun_natturuverndarlaga/
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2013 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.