Leita í fréttum mbl.is

Eflum rannsóknarsjóð

Ég vil benda fólki á flotta grein í Fréttablaði dagsins. Þar segir m.a.

Í stefnu flestra stjórnmálaflokka er talað um að auka hlutfall samkeppnissjóða við fjármögnun vísinda á Íslandi. Eftir mjög erfiða tíma í kjölfar efnahagshruns tókst loks á þessu ári að tryggja aukna fjármögnun til Rannsóknasjóðs með svokallaðri Fjárfestingaráætlun en hún bætti 550 milljónum við þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom honum í sambærilega stöðu og hann var í fyrir hrun....

Við núverandi fjárlagagerð er mikil hætta á að þessi mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi verði ekki fjármagnaður eins og áætlað var þar sem tekjustofnar Fjárfestingaráætlunar eru ekki lengur fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verður snúið við er líklegt að engir nýir styrkir verði veittir til vísindarannsókna á Íslandi árið 2014 og jafnvel árið 2015. Þetta skýrist af því að úthlutanir ársins 2013 leiða til skuldbindinga tvö til þrjú ár fram í tímann og ljóst að fasta framlagið dugar tæplega fyrir þeim.

Ég tek heilshugar undir með höfundum greinarinnar, sérstaklega í lokaorðunum.

Eftir efnahagsþrengingar á Íslandi hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla nýsköpunarstarf. Rannsóknatengd nýsköpun er afar mikilvæg enda getur hún leitt til mikillar verðmætasköpunar í formi verðmætra afurða, atvinnu fyrir vel menntað starfsfólk og aukinna skatttekna fyrir hið opinbera. Íslensk dæmi um slíka nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi hafa samkeppnissjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi eða um 15%. Á Norðurlöndunum eru samkeppnissjóðirnir hins vegar 30-50% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi.

Stefna Vísinda- og tækniráðs hefur verið að breyta þessu. Mikilvægt er að láta ekki tímabundna efnahagsörðugleika koma í veg fyrir vöxt í framtíðinni. Við hvetjum Alþingi til að snúa ekki af þeirri braut að treysta grunnrannsóknir í samfélaginu. Efling Rannsóknasjóðs mun skila sér margfaldlega á öllum sviðum mannlífs á Íslandi.

Fréttablaðið 25. september 2013. Mikilvægt að efla Rannsóknasjóð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband