Leita í fréttum mbl.is

Vísindi loftslags og umræðan

Nú um helgina veðrur málþing um Loftslagsvísindin og loftslagsumræðan. Til þingsins var boðið nokkrum þekktustu sérfræðingum á sviði loftslagsrannsókna. Úr tilkynningu:

------------------

Málþing með nokkrum þekktustu sérfræðingum samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Stefan Rahmstorf, Michael Mann, Kari Norgaard og Peter Sinclair. Laugardaginn 5. október í Háskólatorgi 105 (13.00–17.00). Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Guðni Elísson, forseti Íslensku- og menningardeildar, setur þingið og kynnir þátttakendur. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, stýrir umræðum. Ráðstefnan er haldin í tengslum við námskeiðin Menning og andóf (MFR702F 2013), Loftslagsbreytingar – orðræða og aðgerðastefna (MFR008F 2013) og Heimildamyndir (KVI106G 2013) sem Guðni Elísson kennir.

5. október 2013 - 13:00  Háskólatorg Stofa 105
 
Frekari upplýsingar um fyrirlesara má finna á vef HÍ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Flottur listi gesta - að öðrum ólöstuðum, þá hlakka ég mikið til að heyra hvað Peter Sinclair hefur að segja.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.10.2013 kl. 14:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vantar bara Hilmar Hafsteinsson!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.10.2013 kl. 20:44

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Verður þarna einradda kór?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2013 kl. 23:37

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar þú ert velkomin eins og allir aðrir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 07:36

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þori ekki að ferðast suður af ótta við að auka á hnattræna hlýnun

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 09:34

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ótti og hræðsla er ekki gott veganesti Gunnar - en allavega, ef þú hefur tækifæri endilega láttu sjá þig...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 10:22

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gunnar, það er ekkert að óttast.  Nú hefur ekkert hlýnað alla þessa öld þrátt fyrir aukningu á ónefndu gasi í andrúmsloftinu úr 0,037% í 0,040%.  Því hljóta fyrirlesararnir og fundarmenn að fagna.  

Ferðalag þitt suður mun því ekki breyta neinu og því ekkert að óttast.

Ágúst H Bjarnason, 2.10.2013 kl. 11:09

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það mátti eiga von á að "efasemdamaður" númer 1 myndi slá á ótta Gunnars - en ég á ekki von á að fyrirlesar muni vísa í sömu heimildir og Ágúst varðandi þessi mál og alls ekki fagna því að aukning CO2 hefur orðið um 40% síðan iðnbyltingin hófst (úr 280 ppm í um 400 ppm í dag - hvaðan kom talan 370 ppm eiginlega Ágúst?). Það er nefnilega ljóst öllum þeim sem skoða þessi mál að Mælingar staðfesta kenninguna.

En ég held samt að Gunnari, og Ágústi líka, sé óhætt að sýna andlit sitt á málþinginu - þeir gætu líka lært eitthvað um heimildir og vísindalegar aðferðir, svo dæmi sé nefnt...en kannski hræðsla og ótti við raunveruleikann beri fólk ofurliði - hvað veit maður.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 11:54

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bestu þakkir fyrir hólið ágæti Sveinn Atli.  Það er mikill heiður að vera kallaður "efasemdarmaður númer 1".  Takk!

Þú spyrð hvaðan talan  370 ppm hafi eiginlega komið (ég skrifaði reyndar 0,037%).

Ég skrifaði reyndar fullum fetum: "Nú hefur ekkert hlýnað alla þessa öld þrátt fyrir aukningu á ónefndu gasi í andrúmsloftinu úr 0,037% í 0,040%."  Öldin sem ég vitnaði til byrjaði um áramótin 2000/2001 eins og allir vita.  Þessa tölu um styrk CO2 fékk ég hjá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration), en það eru mælingar frá Mauna Loa sem þar eru. Skráin er dagsett

"Sep 9 09:50:24 2013" og þetta er slóðin:

 ftp://ftp.cmdl.noaa.gov/ccg/co2/trends/co2_mm_mlo.txt

 Ef við flettum upp á janúar 2001 þá sjáum við þessa tölu 370,52 ppm.

 Ef við viljum heldur miða við janúar 2000, þá er gildið 369,25 ppm.

 Gildið sem ég gaf upp er þarna nánast mitt á milli.

 Það getur meira en verið að ég mæti og taki þátt í fagnaðinum, því það hlýtur að teljast mikilvægt og ánægjulegt að ekki skuli hafa hlýnað í 10 til 17 ár, eftir því við hvaða hitamæligögn er miðað.  Hver veit nema framhald verði á þessari stöðnun, en vonandi ekki viðsnúningur og kólnun.

Þess má geta að ég krækti í CO2 töfluna  hjá NOAA á hinni ágætu vefsíðu  http://climate4you.com, en þar er fjöldi ferla sem uppfærðir eru reglulega, og er heimilda alltaf getið undir þeim.

Enn og aftur Sveinn Atli. Takk fyrir hrósið

Ágúst H Bjarnason, 2.10.2013 kl. 17:23

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Verði þér að góðu kæri Ágúst - enda ertu búin að vera "efasemdamaður" lengi - þú átt númer 1 skilið - þú mátt svo sem taka því sem hrósi, ef þér hugnast svo - en ég myndi nú ekki stæra mig af því ef ég væri þú.

En jú, aukningin CO2 í andrúmsloftinu síðan um aldamót er um 8% (en þá ertu náttúrulega að sleppa ansi stórum parti af auknginunni) - sem er mikil aukning á ekki lengri tíma. Og að sjálfsögðu hefur hlýnunin ekki stoppað - það stenst ekki frekar en margar aðrar fullyrðingar "efasemdamanna", sjá t.d. Global cooling - Is global warming still happening? - þar sem m.a. kemur fram að hafið er að hlýna mikið um þessar mundir - eða eins og það er orðað á SkepticalScience:

Empirical measurements of the Earth's heat content show the planet is still accumulating heat and global warming is still happening. Surface temperatures can show short-term cooling when heat is exchanged between the atmosphere and the ocean, which has a much greater heat capacity than the air.

PS. Ágúst - sem "efasemdamaður" númer 1 - ættirðu náttúrulega að kynna þér málin á laugardag, vonandi sérðu þér fært að mæta :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.10.2013 kl. 20:47

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Heldur þú að það sé enginn náttúrulegur breytileiki?

Höskuldur Búi Jónsson, 3.10.2013 kl. 08:56

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágætu Sveinn Atli og Höskuldur Búi.

Við erum greinilega sammála um gildi mælinga þó svo að við túlkum niððurstöðurnar á mismunandi hátt.

Sjálfur hef ég komið að ýmiss konar mælingum í áratugi og orðið að rýna í mæligögn og meta skekkjuvalda og áreiðanleika mæligagnanna. Meðal þessara mælinga sem ég hef komið að eru mælingar á brautum gervihnatta sem notaðar voru til að meta þéttleika efstu laga lofthjúpsins, mælingar jarðsegulsviðinu og breytingum í eiginleikum jónahvolfsins á vegum Háloftadeildar Raunvísindastofnunar HÍ, hvort tveggja breytilegt vegna áhrifa sólvindsins, mælingar á veikri ljómun frá grænum gróðri (prófverkefni),  mælingar á hita, þrýstingi, streymi, sýrustigi, leiðni, o.fl. m.a. í jarðgufu og jarðsjó...  

Ég hef vanist því að taka ekkert sem sjálfgefið í þessum málum.  Það er ef til vill þess vegna sem ég hef vanist því að rýna í mæligögn og jafnvel "kíkja undir teppið" í þeim málum.  Gert mér far um að vera efasemdarmaður eða eins konar advocatus diaboli.

Það er af þessum ástæðum sem ég kann vel að meta framtak prófessors Ole Humlum við Oslóarháskóla, en hann heldur úti virkilega góðri vefsíðu þar sem sjá má nánast í rauntíma ferskar mælingar á m.a lofthita, sjávarhita, sjávarvermi, sjávarstöðu, koltvísýringi, sólvirkni, ...   Allt vel fram sett og auðskilið, og alls staðar vitnað í mæligögn þeirra stofnana sem mæligögnin koma frá.  Þetta er vefsíða sem ég heimsæki reglulega og mæli með: www.climate4you.com.

Þetta er gríðarlega áhugavert svið, sérsatklega ef maður reynir að sjá fyrir sér og reynir að skilja að einhverju leyti, heildarmyndina. Til þess er mikið gagn í vefsíðunni hans Ole Humlum.

Ég tel það vera mikilvægt að menn venji sig á að skoða og meta svona mæligögn sjáfir, en ekki aðeins treysta því sem fram kemur t.d. í fréttamiðlum. Venji sig á að skoða málið frá ýmsum hliðum og reyni að gera sér grein fyrir að hve miklu leyti breytingar á loft- og sjávarhita undanfarna áratugi (reyndar einnig undanfarnar aldir) stafa m.a. af eftirfarandi:

1) Losun manna á CO2


2) Breytti landnýtingu (skógarhögg, landbúnaður, þéttbýli)


3) Innri sveiflum (Áratuga sveiflur í Atlanshafinu, Kyrrahafinu, sveiflur í legu skotvindsins, ofl.)


4) Ytri sveiflum (Breytileg sólvirkni, breytilegur sólvindur [agnastreymi og segulsvið] breytileg heildarútgeislun, breytileg útfjólublá geislun, áhrif geimgeisla á skýjafar, o.fl.)



Sem sagt, ég tel þetta vera það flókið mál að varasamt sé að einblína á fyrsta þáttinn hér að ofan. Varasamt er að vanrækja rannsókir á hinum þáttunum, eins og ég tel að hafi verið gert.  Skoði menn ekki heildarmyndina, þá getur ýmislegt komið mönnum á óvart, eins og til dæmis stöðnunin, pásan eða hikið undanfarinn rúman áratug í hlýnun lofthjúpsins.

Sjálfur tel ég að náttúrulegur breytileiki hafi haft meiri áhrif á hitafar undanfarna áratugi en aukin losun manna á CO2. Við vitum að sólvirknin hefur verið hratt fallandi undanfarin ár og við þekkjum nokkuð vel áratugalangar sveiflur í hafinu. Það er hreint ekki ólíklegt að þessir þættir eigi stóran þátt í pásunni frægu, og ef þeir eru nógu öflugir til þess, þá liggur beinast við að telja að þeir geti einnig unnið á hinn veginn og verið orsakavaldur hlýnunarinnar á síðari hluta  nýliðinnar aldar, en þá var einmitt sólvirknin í sögulegu hámarki.
 


      Með góðri kveðju,



 



 

Ágúst H Bjarnason, 3.10.2013 kl. 09:26

13 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir bærilega fágaða umræðu allir saman.

Loftslagsbreytingarnar eru dæmi um flókið fjölþátta kerfi, sem spannar stærðargráður og tímaskala sem eru okkur mannfólki óeðlislægir.

Ég efast ekki um niðurstöður IPCC, sérstaklega ekki eftir að hafa lesið bók Michael Mann og setið umhverfisfræðinámskeið í HÍ.

Þegar ég segi að kerfið sé flókið þá á það bæði við um mannlegar orsakir loftslagsbreytinga. Fólk lítur oftast bara á koltvíldi en fleiri lofttegundir koma að málum, sem og önnur mengun og breytingar á skógum/gróðir.

Hinu megin, eru afleiðingarnar fleiri en bara breyting á hitastigi. Þær eru m.a. breytingar á sýrustigi hafsins (sem hefur svakaleg áhrif á kóralla og rækjur), breytingar á veðrakerfum, bráðnun og önnur óbein áhrif á lífríki láðs og lagar.

Arnar Pálsson, 3.10.2013 kl. 09:29

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, ...
manndóm til að hafa eigin skoðun.

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
einurð til að forðast heimsins lævi,
vizku til að kunna að velja og hafna,
velvild, ef að andinn á að dafna.

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
og enginn tekur mistök sín til baka.

Því þarf magnað þor til að vera sannur maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
fylgja í verki sannfæringu sinni,
sigurviss, þó freistingarnar ginni.“

– Árni Grétar Finnsson (1934-2009)

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2013 kl. 09:32

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Þessir þættir koma allir fyrir í rannsóknum vísindamanna. Ég legg til að þú lesir greinar um málið. T.d. þessar:

Tett o.fl. 2000
Meehl o.fl. 2004
Stone o.fl. 2007
Lean og Rind 2008
Stott o.fl. 2010
Huber og Knutti 2011
Gillett o.fl. 2012

Ef niðurstaða þessarar greina eru skoðaðar, þá má segja að á á milli áranna 1910 og 1940 var tímabil hlýnunnar, sem talið er að hafi að mestu verið vegna aukinnar sólvirkni og lítillar eldvirkni – auk lítilsháttar áhrifa frá mönnum. Frá miðri síðustu öld hefur sólvirknin hins vegar verið flöt og eldvirkni í meðaltali. ENSO hefur síðan engin heildaráhrif á hnattrænan hita til lengri tíma litið. Styrkur gróðurhúsalofttegunda vegna losunar manna á þeim út í andrúmsloftið hefur aukist með auknum þunga og er orðinn helsti áhrifaþátturinn í breytingum á hnattrænum hita.

Þessi mynd segir sig sjálft:

 http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2012/02/ISL-Contrib50-65.png

Höskuldur Búi Jónsson, 3.10.2013 kl. 11:13

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Merkilegt reyndar að Ágúst einblíni svona á einstakar "heimildir" eins og verk Ole Humlum og bloggsíðu hans - en vill svo ekki taka mark á öllum þeim fjölda rannsókna gerðum með vísindalegum aðferðum, sem sýna einmitt fram á að þetta er flókið samspil, en þrátt fyrir það einnig að það er nokkuð ljóst að aukning gróðurhúsalofttegunda hefur og mun hafa áhrif á hitastig - sem hann veit náttúrulega, þó hann vilji gera lítið úr því með tilvísun í "efasemdaraddir".

Gott svar Höskuldur - ætti að svara athugasemdum Ágústar - þó ég eigi ekki von á að "efasemdamaður" númer 1 komi út úr skáp "efasemdanna" þrátt fyrir skilmerkileg svör sem hrekja málstað hans - ekki frekar en fyrri daginn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.10.2013 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband