Leita í fréttum mbl.is

Ekki skynsamlegt að draga úr stuðningi við rannsóknir

Á nýjum fjárlögum er framlag til rannsóknarsjóðs Rannís minnkað um 200 milljónir, auk þess sem aðrir sjóðir á vegum Rannís eru skertir.

Grunnrannsóknir eru nær eingöngu reknar fyrir opinbert fé*. Þær eru grunnurinn sem hagnýtar rannsóknir byggja á. Einnig eru þær mikilvægar til að þjálfa fólk til vísindalegra vinnubragða, sem nýtist við hagnýtingu og betrumbætur á flestum sviðum.

Vísindamenn skrifa umsóknir, senda til Rannís, sem fær fagmenn til að meta þær og raða eftir gæðum. Um 29.9% umsókna hlutu brautargengi árið 2013 (úthlutað var 317 milljónum), en aðeins 20.2% árið 2012 (úthlutað var 233 milljónum). 

Hlutfall styrktra umsókna er frekar lágt, og upphæðirnar ekki háar á landsmælikvarða.

Rannsóknasjóður Rannís styrkir verkefni til 3 ára í senn. 2/3 sjóðsins eru því bundnir á hverju ári, í verkefni sem samþykkt voru árin tvö á undan.

Það þýðir að mikil skerðing á sjóðnum, getur þýtt að fá eða engin verkefni verða styrkt í janúar 2014.

Ef maður étur útsæðið og brennir smíðaviðinn, er ekki von á góðu.

*Einkaðillar vilja ekki fjárfesta í slíkum rannsóknum, nema helst á sjúkdómum sem þeir eða nærstaddir eru að drepast úr.


mbl.is Mesti vöxtur sjávarklasans er í líftækni og fullvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband