3.10.2013 | 13:29
Niðurskurður í grunnrannsóknum
Stöð 2 fjallaði um áhrif nýju fjárlagana á grunnrannsóknir.
Þar var rætt við Eirík Steingrímsson prófessor við Læknadeild. Fram kom
[þetta er E]kki björt framtíð, fyrir unga fólkið sem er að koma heim og hasla sér völ. Þeirra tækifæri eru að hverfa...
Fjárfesting í grunnrannsóknum er afar ódýr, en verðmætasta nýsköpun sem völ er á.
Allur niðurskurður í rannsóknarsjóðum og samkeppnisjóðum gengur þvert gegn ríkistjórnarinnar, fyrri ríkistjórnar og þessarar ríkistjórnar, í vísindamálum.
Ég tek heilshugar undir þessi skilaboð Eiríks.
Mikilvægt er að halda samfellu í vísindastarfi, og þjálfa nýtt fólk með kunnáttu á vísindalegum vinnubrögðum og aðferðum.
Samfellan í hættu, því að eitt slæmt ár hjá Verkefnasjóði Rannís brýtur upp verkefni og seinkar framvindu þeirra.
Nógu erfitt er að stunda rannsóknir í fremstu röð, þó að íslenskir vísindamenn séu ekki dregnir heilt ár aftur úr kollegum sínum erlendis.
Einnig er hætt við að framhaldsnemar flosni upp úr verkefnum (sem er reyndar vandamál nú þegar vegna skorts á heildarstefnu Stjórnar, HÍ og Rannís). Einnig þýðir þetta að færri nýjir nemendur byrja í rannsóknum. Og bestu nemendurnir munu örugglega fara í nám annarstaðar, nema þeir séu bundnir átthagafjötrum eða séu með rómantíska óra um samstöðu einstakrar þjóðar á norðurhjara.
Ísland er ekki nafli alheimsins. Við niðurskurð í grunnrannsóknum lendum við nær útnára veraldar.
Vísindamenn ósáttir við fjárlöginFlokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég botna eiginlega ekkert í þessum harmagrát. Í dag gaf háskólinn það út að hann ætti skítnóg af peningum og gæti byggt þessa steinsteyptu standpínu, sem kallast íslenskt fræðasetur (með hæfilegum þrýstingi frá verktakamafíunni).
Er þetta bara spurning um í hvaða vasa af mörgum vösum stofnunarinnar þessir peningar eru sóttir?
Getur þú skýrt þetta? Er þessi hagræðing virkilega borderline heimsendir fyrir þessa stofnun sem er í 275 sæti gæðalega á heimsmælikvarða og á sér einungis jafnoka í vanþróuðum löndum þrátt fyrir alla glergangana og hátimbruð andyrin?
Gætuð þið til dæmis farið betur með peningana og jafnvel losað ykkur við sýnilega æviráðna olnbogabætta flauelsjakka í þeim non diciplin greinum sem þið púkkið uppá?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2013 kl. 19:50
Sæll Jón Steinar
Yfirstjórn HÍ er eitt og vísindamenn á Íslandi annað.
Ísland ver mjög litlum hluta rannsóknarfjármuna, í samkeppnissjóði sem styðja við grunnrannsóknir. Stærstur hluti peninganna fer aðrar leiðir, í stofnanir og batterí sem ekki eru metin út frá vísindalegum gæðum eða mikilvægi. Í heildar bókhaldi ríkisins lítur prósentan ágætlega út, en peningarnir fara ekki í óheftar grunnrannsóknir heldur eitthvað annað...
HÍ komst inn á lista Times Higher education með einfaldri brellu. Með því að gera Kára Stefánsson og fleiri vísindamenn úti í bæ að gestaprófessorum við HÍ. Þá er hægt að telja vísindalegt framlag þeirra, háskólanum til tekna!
HÍ stendur í ímyndarstríði, og nálgunin sem rektorinn fer er að bera höfuðið hátt og tala bara um vandamál sem áskorun. Leggja áherslu á árangur og hið jákvæða, þrátt fyrir að HÍ sé rekinn fyrir helmingi minna fé en sambærilegir háskólar erlendis.
Arnar Pálsson, 4.10.2013 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.