Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynleg viðspyrna við framleiddum ótta

Af einhverri ástæðu hafa forvígismenn sjálfbærs landbúnaðar og lífrænnar matvæla framleiðslu ákveðið að erfðabreytingar séu hættulegar.

Engar vísindalegar niðurstöður benda til þess að erfðabreyttar nytjaplöntur eða afurðir úr þeim séu á einhvern hátt skaðlegar mönnum.

Engu að síður er sífellt hamrað á því að hætta sé til staðar, að því er virðist til að hræða fólk til þess að borða lífrænan mat og blása því eldmóði í brjóst.

Næst komandi mánudag verður málþing - skipulagt af andstæðingum erfðabreyttra matvæla, þar sem frekar verður alið á þessum ótta. 

Morgunútvarp rásar 2 ræddi við Jón Hallstein Hallson dósent við Landbúnaðarháskólann um málið nú í morgun. Hann ræddi sögu ræktunar og erfðabreytinga, og skerpti á því að engar vísindalegar ástæður séu til að óttast áhrif þessara afurða á heilsu fólks.

Hann lagði sérstaka áherslu á að með kröfunni um að erfðabreyttar vörur væru erfðabreyttar, þá væri verið að senda villandi skilaboð.

Hið neikvæða við að merkja erfðabreyttar vörur sérstaklega er að þá er gefið í skyn að matvaran sé eitthvað hættuleg þótt ekkert sé sannað. segir Jón Hallsteinn. Eiginlega sé verið að villa um fyrir fólki. Jón Hallsteinn sagði merkingar matvæla séu augljóslega líka viðskiptalegs eðlis. Vilji íslenskir bændur vinna að því að fá grænan stimpil á vörur sínar og skipta út erfðabreyttu fóðri þá sé ekkert athugavert við það í viðskiptalegu tilliti. Það þýði þó ekki að erfðabreytt fóður sé skaðlegt.

Ég er fyllilega sammála. Réttara hefði verið að þeir sem vilja borða óerfðabreytt, veldu mat sem vottað væri að sé ekki  erfðabreyttur.

Tökum val gyðinga á kosher-matvælum sem hliðstætt dæmi. Gyðingar kjósa flestir, af  TRÚARLEGUM ástæðum, að borða Kosher merktan mat. Þeir borga fyrir vottunina með vörunni sem þeir kaupa. Það yrði uppi fótur og fit ef gyðingar myndu krefjast þess að allur annar matur væri merktur Ó-kosher.  Þá þyrfum við hin að borga fyrir vottunina, sem þau vilja fylgja.

Á sama hátt er ósanngjarnt að við sem vitum að erfðabreytt er skaðlaust, þurfum að borga merkingar sem eiga að slá á ótta þeirra sem eru á annari skoðun.

RÚV 4. okt. 2013 Merkingar skapa óþarfan ótta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband