Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsverðlaun fyrir bólur, þ.e. frumubólur

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og lífeðlisfræði voru tilkynnt núna fyrir stundu.

Þau hlutu þrír bandaríkjamenn, fyrir rannsóknir á kerfum sem stýra flutningi um frumur, með  vökvafylltum bólum (For elucidating the machinery that regulates vesicle transport through the cell.)

Verðlaunhafarnir eru:

James E Rothman, Yale University

Randy W Schekman, Berkeley

Thomas C Südhof, Stanford University

Randy Schekman notaði sveppafrumur til að finna stökkbreytingar sem röskuðu flutningi um frumuna. Hann fann að vissir erfðagallar leiddu til þess að bólur söfnuðust upp á vissum þrepum ferlisins.

James E Rothman fann og rannsakaði prótín sem gera bólunum kleift að bindast við ákveðnar himnutr. Þetta gerir frumunni t.d. kleift að senda ákveðnar bólur beint að ytri himnu frumunnar, og losa þannir farm sinn út í umhverfið.

Thomas Südhof fylgdi í kjölfarið og rannsakaði hvernig svona frumulosun virkar í taugafrumum. Hann leitaði að og fann prótín sem bregðast við auknum styrk kalsíumjóna.

Ef þetta hljómar ekki mjög læknisfræðilegt, þá er það vegna þess að niðurstöðurnar eru það ekki. Þetta eru í raun Nóbelsverðlaun í frumulíffræði, rétt eins og verðlaunin í fyrra voru í raun fyrir þroskunarfræði.

Þetta eru grunnrannsóknir, sem síðan er hægt að nota til að skilja marga sjúkdóma og aðra líffræði. 

Ítarefni:

The Guardian 7. okt. 2013 Nobel Prize in Physiology or Medicine 2013 – live blog

The New York Times 7. okt. 2013 3 Biologists at U.S. Universities Win Nobel in Medicine

Fyrirtaks viðtal við Helgu Ögmundsdóttur í Sjónmáli Smátt en flókið flutningakerfi frumunnar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband