9.10.2013 | 12:31
Tölvulíkön og nóbelsverðlaun
Nýjum botni hefur verið náð. Mbl.is, sem er vefútgáfa elsta fréttablaðs landsins, fjallar um Nóbelsverðlaunin í efnafræði á svo daprann hátt að manni liggur við gráti.
Í fyrsta lagið þá finna þeir upp nýtt orð til að lýsa starfi einstaklinganna þriggja sem verðlaunin hlutu.
"Sameindafræðingar" er nýtt orð í íslenskri tungu, sem birtist í fyrsta skipti á veraldarvefnum á síðu mbl.is. Réttara væri að kalla viðkomandi efnafræðinga, enda er um að ræða Nóbelsverðlaun í efnafræði.
Í næstu setningu segja þeir að "sameindafræðingarnir" hafi "hannað tölvubúnað sem líkir eftir og útskýrir meðhöndlun efna".
Þeir, Martin Karplus, Michael Levitt og Arieh Warshel hönnuðu ekki búnað, heldur fundu aðferðir til að lýsa eiginleikum efna og efnasambanda.
Aðferðirnar eru töluleg líkön, sem sameina lykilatriði eðlisfræði Newtons og hina athyglisverðu eiginleika skammtafræðinnar (quantum physics). Ofan á þennan grunn hafa fjölmargir sérfræðingar byggt og rannsakað eiginleika lítilla sem stærri sameinda, allt frá lyfjum til stórra prótína.
Almenna lexían er sú, að efnafræði fortíðar hefur vikið fyrir nútímalegri vísindum þar sem töluleg líkön, flóknir reikningar og tölfræði eru notuð til að skilja og spá fyrir um eiginleika efna.
Svipuð bylting hefur einnig verið í líffræði og læknisfræði, þar sem gagnmagnið er orðið það mikið og kerfin það flókin, að stærðfræði og tölvunarfræði er nauðsynleg fyrir flestar flottustu rannsóknirnar.
Þrír fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Fréttin er aðeins 2 setningar og mbl.is tekst að klúðra þessu algerlega. Það eina sem virðist vera rétt er þrír nafngreindir aðilar hafi fengið Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár.
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.10.2013 kl. 18:00
Takk fyrir að gera athugsemd við þennan pistil um vísindi á mbl. Ég hef nokkrum sinnum bent á að rugl sem er skrifað í þessum dálki sem oftast á ekkert skylt við vísindi. Gríðarlega lítill metnaður.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 23:33
Þessir þrír herramenn eru allir gyðingar. Þar af eru tveir af þeim Ísraelar. Gyðingar eiga næstum 40% allra alvöru nóbelsverðlaunahafa, ef við drögum frá umdeilanlegri verðlaunin eins og Friðarverðlaunin og Bókmenntaverðlaunin, sem bæði hafa oft þóst takast fremur illa, en þeir eru þó með þó nokkra á báðum þeirra lista líka. Erfðir? Nei. Tilviljun? Nei, ekki heldur. Öfund hefur eitthvað með mannkynssöguna að gera? Já...
Think Tank (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 06:54
MBL lætur að sjálfsögðu eiga sig að taka fram þessir herramenn geta allir fundið sameiginlega forfeður á ættartöflunum sínum eins og þið sem eruð að kommenta og blogga hérna. Tilviljun? Nei. Öfund? Já.
Think Tank (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 06:55
Think tank
Ég er ekki viss um að öfund sé útskýringin á gloppóttri frásögn MBL.
En aukinn fjöldi Nóbelsverðlauna og vísindalegra afreka frá vissum hópum er ekki tilviljun. Umhverfi barna og fólks mótar persónurnar, og hvetur þær til verka og dáða.
Stundum væri frábært ef íslenskt samfélag væri örlítið ísraelskara að þessu leyti, svo að okkar unga fólk fyndi til jákvæðrar hvatningar gagnvart menntun og þekkingarleit.
Arnar Pálsson, 14.10.2013 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.