23.10.2013 | 10:13
Opinn aðgangur á opinn aðgang 25. október
Aðþjóðleg vika helguð opnu aðgengi stendur nú yfir. Hérlendis er henni fagnað með málþingi í HR föstudaginn 25. október. Úr tilkynningu.
----------
Alþjóðlega Open Access vikan verður haldin hátíðleg 21. til 27. október næstkomandi. Í tilefni af þessu stendur OA Ísland, í samstarfi við Rannís, Háskólans í Reykjavík og fleiri aðila, fyrir málþingi um opinn aðgang að fræðiefni þann 25. október í fyrirlestrarsal HR. Aðalfyrirlesari verður Mikael Elbæk frá DTU í Danmörku. Málþingið fer fram að mestu á íslensku.
Markmið málþingsins er að fræða almenning og fræðasamfélagið á Íslandi um opinn aðgang og hvetja til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffi & með því.
Dagskrá
Fundarstjóri verður Ian Watson, Háskólanum á Bifröst og Samtíð, tímariti um samfélag og menningu
10:30 11:15 Skráning og kaffi
11:15 11:45 Staðan á Íslandi: Guðmundur Á. Þórisson, Reiknistofnun Háskóla Íslands og ORCID
11:45 12:25 Aðal fyrirlesari: Mikael Elbæk, DTU, Danmörku
12:25 13:00 Matarhlé.
13:00 14:00 Samhliða vinnustofur, öllum opnar:
1) Ritstjórn/umsjón fræðirita á Íslandi. Stjórnendur: Ian Watson og Guðmundur Þórisson
2) Ávinningur af OA og praktísk atriði fyrir fræðihöfunda. Stjórnendur: Sólveig Þorsteinsdóttir og Guðlaug Þ. Kristjánsdóttir
ATH Fallið hefur verið frá þriðju vinnustofunni sem var ætluð stjórnendum og öðru fagfólki. Við biðjumst velvirðingar á þessu og bendum þeim sem völdu þessu vinnustofu við skráningu að taka þátt í annarri hvorri af hinum vinnustofunum.
Ítarlegri upplýsingar um vinnustofurnar verða birtar er nær dregur. Aðstaða verður í boði fyrir málþingsgesti sem hyggjast ekki taka þátt í vinnustofu og kjósa frekar að spjalla yfir kaffibolla á meðan, eða hópa sig saman í deiglu stíl (e. unconference) í kringum önnur umræðuefni ákveðin á staðnum.
14:00 14:45 Örerindi, ~5mín hvert
Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður Upplýsingar og skortur
Ian Watson, Samtíð og Háskólanum á Bifröst Aðstoð við bókahöfunda sem vilja setja verk sín í opinn aðgang
Arnar Pálsson, Háskóla Íslands Frá flugum til fræðigreina: frjálst aðgengi að efniviði og niðurstöðum
Kristín Atladóttir, Háskóla Íslands Opinn aðgangur, viðmið ekki regla
Hrafn Malmquist, Landsbókasafni Opinn aðgangur og WikiMedia
Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú, kennslubókarútgáfu Er eitthvað til sem að heitir ókeypis hádegisverður?
14:45 15:10 Kaffihlé
15:10 16:10 Framgangur OA frá sjónarhóli stofnunar
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
Eiríkur Rögnvaldsson, Hugvísindasviði Háskóla Íslands, Íslensku- og Menningardeild og meðlimur í vinnuhópi um stefnu HÍ um opinn aðgang
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni
Magnús Gottfreðsson, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, Læknadeild og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi
16:15 16:30 Samantekt og málþingi slitið
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.