4.11.2013 | 09:58
Grein um viku opins aðgangs
Nýliðin er vika opins aðgangs. Af því tilefni birtist grein eftir Hrafn H. Malmquist, Guðmund Á. Þórisson og Ian Watson á visir.is. Þar segir m.a.
Vikan 21.-27. október er árleg vika opins aðgangs. Opinn aðgangur merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, sé aðgengilegt öllum á rafrænu formi á netinu án endurgjalds.
Almennt gildir það að til þess að geta lesið ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum, sem þiggja laun eða styrki frá hinu opinbera til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, þarf að greiða áskriftargjald að fræðiritum. Ein helstu rökin með opnum aðgangi eru að almenningur eigi ekki að þurfa að greiða þriðja aðila fyrir að sjá afrakstur vinnu sem hann hefur þegar kostað óbeint með skattpeningum sínum.
Spurningin um opinn aðgang er þó ekki aðeins spurning um sanngirni gagnvart skattborgurum. Hún snýst einnig um akademíska skilvirkni, akademískt frelsi, nýsköpun og framfarir í hnattvæddum heimi.
http://visir.is/vika-opins-adgangs/article/2013710259983
þetta er stytt útgáfa af lengra stykki eftir Hrafn sem birtist í tíundu útgáfu Kjarnans:
undir Blaðahilla http://kjarninn.is/kerfi/wp-content/uploads/2013/10/2013_10_24.pdf
Bestu þakkir Mummi fyrir ábendinguna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.