4.11.2013 | 17:13
Vísindamenn fylla þingpalla Alþingis
Vísindamenn eru andsnúnir skerðingu á rannsóknasjóðum, sem fyrirhuguð er í fjármálafrumvarpinu.
Í fyrra var fyrsta aukning á framlögum til rannsóknasjóðanna í fjölda ára, og var upphæðin svipuð miðað við krónutölu og árið 2005.
Menntamálaráðherra lagði til skerðingu upp á fleiri hundruð milljónir í drögum að fjárlagafrumvarpi sem dreift var í október.
Þar sem flest verkefni eru styrkt til þriggja ára, myndi skerðingin þýða að mjög fá verkefni fái brautargengi á næsta ári. Það yrði kuldakast í vísindageiranum, og líklegt að nemendur hætti. Og samkeppnishæfni íslenskra vísindamanna mun skaddast, ef þeir þurfa að liggja í saltpækli í heilt ár.
Samkeppnissjóðirnir voru til umræðu á Alþingi nú síðdegis, og var fjallað um málið á vef ríkisútvarpsins (Vísindamenn fylla palla alþingis). Þar sagði.
Vísindamenn fylla nú þingpalla í Alþingishúsinu á meðan fram fer sérstök umræða um framtíð rannsóknasjóða og nýsköpunar.
Svandís Svavarsdóttir er málshefjandi og hún sagði að örvænting hefði nú gripið um sig innan raða vísindafólks, þar vanti von og bjartsýni, og engin merki séu hjá stjórnvöldum um að bæta þá stöðu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er til andsvara og hann segir grunnrannsóknir og nýsköpun skipta sköpum og beri að efla. Tekjuforsendur fjárlaga verði þó að hafa til hliðsjónar þegar sú framtíð sé rædd. Umræðan stendur enn.
Illugi sagði í umræðunni m.a. að íslenskir vísindamenn ættu að sækja um peninga erlendis. Sannarlega er hægt að komast í stóra styrki erlendis.
En til að eiga möguleika í þá styrki þarf vísindalega virkni og innlendan stuðning við ákveðin verkefni. Hvorutveggja byggir á úthlutum á innlendum styrkjum. Með öðrum orðum, viðkomandi þarf styrki frá Rannís til að geta sótt um erlendis.
Illugi segir sem sagt að íslenskir vísindamenn eigi að sækja um erlenda styrki, en hann lokar inni verkfærin sem nýtist okkur til að sækja um þá. Það er annað hvort kjánalegt eða hreinn fantaskapur.
Einnig var fjallað um málið í hádegisfréttum RÚV - 160 vísinda og fræðimenn mótmæla.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.