7.11.2013 | 08:55
Og ríkið skerðir tækniþróunarsjóð
Það eru margvíslegar hindranir á vegi þeirra sem standa að sprotafyrirtækjum. Í nýlegri frétt mbl.is eru rakin vandamál við aðgang að áhættufjármagni og gjaldeyrishöftin.
Hæstvirtur mennta og menningarmálaráðherra vegur einnig að nýsköpunarfyrirtækjum með því að skerða tækniþróunarsjóð um 200 milljónir. Það gæti þýtt að mjög fá ný verkefni verði styrkt árið 2014.
Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er fyrirhugaður um mikill niðurskurður á framlögum til samkeppnisjóðanna, og einnig annarskonar skerðing á nýsköpunarumhverfinu.
Styrkir eru veittir úr sjóðunum til 3 ára í senn, á grundvelli gæða verkefna.
Skerðingin þýðir:
100% lækkun á rannsóknanámssjóði. Hann var lagður niður og átti að sameinast rannsóknasjóði. Rannsóknanámsjóður fékk 95 millj. kr. í fyrra.50% lækkun á Markáætlun á sviði vísinda og tækni (um 200 millj. kr. - sem þýðir í raun enga nýja styrki, því sjóðurinn fær rétt nóg fyrir skuldbindingum frá fyrri árum).
22% lækkun á Tækniþróunarsjóði, um 283 millj. kr.
14% lækkun á rannsóknasjóði um 170 millj. kr. Ef miðað er við að rannsóknanámssjóður var sameinaður rannsóknasjóði eru áhrifin meiri, 19% og samanlagður niðurskurður 265 milljónir. Áhrifin eru einnig meiri en prósenturnar segja, því 2/3 sjóðsins er bundinn í skuldbindingar fyrri ára. Skerðing á heildarfjárhæð til nýrra styrkja verður því uþb 40%*.
Að auki liggur fyrir skerðing á skattaafslætti fyrir nýsköpunarfyrirtæki, um 25% sem á að færa 300 milljónir í ríkiskassann.
Lækkun á einum sjóði eða fjárlagspósti er kannski skiljanleg. En lækkun um tugi prósenta á flestum þáttum vísinda og nýsköpunarumhverfisins hérlendis er ekki verjanleg.
Sjá ítarlegri umfjöllun um fyrirhugaða skerðingu á samkeppnisjóðum.
147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum
Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti
Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012
Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag
Kristján Leósson eðlisfræðingur við Háskóla Íslands Vísindarannsóknir og fjárfestingar
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands Borðum ekki útsæðið
15. fundur 143. löggjafaþings. Sérstök umræða. Framtíð rannsóknarsjóða og nýsköpunar.
Fjallað var um málið í fréttum Rúv og stöðvar tvö 4. nóvember.Hádegisfréttir RÚV: Óttast að 40 ársverk tapist
Kvöldfréttir RÚV: Óttast að stjórnvöld standi við niðurskurð
Viðtal við Magnús Karl Magnússon í Speglinum
Sjónvarpsfréttir Stövar 2: Vísindamenn fjölmenntu á þingpalla
Sjónvarpsfréttir RÚV: Vísindamenn mótmæla niðurskurði
(pistill þessi er endurunnin að stórum hluta úr pistli vorum Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað)
Sprotafyrirtæki líkleg til að flytja úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.