Leita í fréttum mbl.is

Ómar í fullu fjöri

Ómar Ragnarsson hefur verið hetjan mín frá því ég var ungur drengur. Gamanvísurnar voru leiknar af hljómplötum í mínu ungdæmi, og þegar Stiklur voru sýndar í sjónvarpinu ríkti hátíðleiki og andakt á heimilinu. Amma tók úr sér fölskurnar og sagði okkur frá Vestfjörðum (jafnvel þó Ómar væri að stikla annarstaðar) og að sólsetrið væri engu líkt við Dýrafjörð.

Það var því sérstaklega ánægjulegt að æskuhetjan og umhverfisverndasinninn Ómar Ragnarsson geta opnað líffræðiráðstefnuna 2013. Hún byrjar í fyrramálið (8. nóvember) og Ómar sjálfur mun opna herlegheitin með stuttu ávarpi. Allir eru velkomnir - sjá upplýsingar neðst.

Eftir opnunina fylgir þéttur pakki af vísindum og frumum, niðurstöðum, tilgátum, rjúpum og fiskum. Á ráðstefnunni verða 108 erindi og 80 veggspjöld kynnt, af rétt stálpuðum háskólanemum og okkar reyndustu og virðulegustu líffræðingum. Slatti af útlendingum halda erindi, meðal annars einn svakalegasti prótínmengjafræðingur nútímans, James Wohlschlegel við UCLA.

Það er mjög ánægjulegt að tilkynna að Bergljót Magnadóttir, sérfræðingur á Keldum fær heiðursverðlaun félagsins fyrir glæsilegt ævistarf. Ungstirnið í líffræðinni, verður einnig kynnt á morgun.

Á fundi sem ég fór á í Chicago í sumar, þá tísti vinur minn látlaust frá ráðstefnunni. Hann tók glósur sínar af fundinum, og dreifði yfir netið. Það er í raun þrælsnjall andskoti, og etv prufa ég þetta ef hin dyggðum prýdda stjórn líffræðifélagsins heldur afmarkaðari ráðstefnu á næsta ári.

En, svo ég víki nú aftur að meginatriðinu. Ómar Ragnarsson er hetja íslenskum náttúrufræðingum, og það er okkur sönn ánægja að fá hann til að opna líffræðiráðstefnuna 2013. Ég get staðfest að Ómar hefur engu gleymt.

http://biologia.is/liffraediradstefnan-2013/dagskra/


mbl.is Ómar Ragnarsson fluttur á Eir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband