Leita í fréttum mbl.is

Vísindi og nýsköpun í augsýn

Háskóli Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um fyrirtæki sem hafa sprottið úr starfi sérfræðinga Háskóla Íslands. Næsta erindi fjallar um fyrirtæki sem rannsóknum í augnlækningum. Fyrirtækin eru Risk, Oculis og Oxymap.

Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr fjárframlögum til rannsóknasjóða á næstu þremur árum (Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað). Þannig að líkurnar á að svona fyrirtæki verði til hérlendis á næstu þremur árum, minnka umtalsvert.

Hér fylgir tilkynning um erindið, starfsemi þessara þriggja fyrirtækja og tilurð.


--------


Fyrirlestur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands miðvikudaginn 20. nóvember 2013 kl. 12.
Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, kemur við sögu við stofnun fyrirtækjanna þriggja en hann er mikilvirkur vísindamaður á sviði augnlækninga. Einar hefur beitt sér sérstaklega í nýsköpun og stofnun sprotafyrirtækja sem byggjast á vísindalegum grunni. Hann mun fara yfir tilurð fyrirtækjanna og ræða um tengsl vísinda og nýsköpunar.

Risk ehf.

þróar áhættureiknivél sem metur áhættu sykursjúkra á augnsjúkdómum og sjónskerðingu.

Oculis ehf.
vinnur með nanóagnir í augndropum til að bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.

Oxymap ehf.
þróar tækjabúnað sem getur metið blóðþurrðarsjúkdóma í augnbotnum með stafrænni myndvinnslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband