27.11.2013 | 14:19
Einar gegn niðurskurði á tækniþróunarsjóði
Háskóli Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um fyrirtæki sem hafa sprottið úr starfi sérfræðinga Háskóla Íslands. Nýlega flutti Einar Stefánsson prófessor við læknadeild erindi fjallar um fyrirtæki sem snúast um rannsóknir í augnlækningum. Fyrirtækin eru Risk, Oculis og Oxymap (Vísindi og nýsköpun í augsýn).
Að því tilefni talaði sjónvarp mbl.is við Einar um fyrirhugaðan niðurskurð á tækniþróunarsjóði og öðrum samkeppnissjóðum. Einar varaði eindregið við niðurskurði á þessum sjóðum.
Við tökum heils hugar undir orð Einars og hvetjum stjórnvöld og almenning til að standa vörð um nýsköpunarumhverfi Íslands. Við höfum ekki efni á að staldra ári lengur við á tuttugust öldinni.
Ítarefni:
Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012
147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum
Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti
Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag
Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað
Arnar Pálsson Að stunda vísindi á ísjakaKemur niður á röngum stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.