Leita í fréttum mbl.is

Rannís refsað fyrir ráðdeild

Í drögum að fjárlögum fyrir 2014 hyggst stjórnin minnka sjóði sem styrkja grunnrannsóknir og  tækniþróun, skattaafslátt til nýsköpunarfyrirtækja og stuðning við framhaldsnám. Samkeppnissjóðir hérlendis er hlálega litlir miðað við OECD og sérstaklega norðurlönd, en fengu smá innspýtingu í ár (2013). Ríkistjórnin hyggst draga þá innspýtingu til baka, og í drögum að fjáraukalögum er hnífnum enn beint að vísinda og nýsköpunarkerfinu hérlendis.

Hluti af fjármagninu fyrir rannsóknasjóð fyrir árið 2013 hafði ekki verið úthlutað (221,0 milljónir), vegna þess að stjórnendur Rannsóknasmiðstöðvar Íslands vildu sýna ráðdeild. Slíkt er nauðsynlegt, því að fjárlög er samþykkt til eins árs en vísindastyrkir bundnir í 3 ár. Einnig var fallið frá því að auglýsa eftir umsóknum í Markáætlun, mögulega eftir skilaboð frá ráðherra og/eða ríkistjórn um væntanlegan niðurskurð. 200 milljónir á fjárlögum 2013 var eyrnamerktur markætlun.

Rannís sýndi ráðdeild í rekstri og var skorið fyrir vikið. Skilaboðin eru,  ríkisstofnunum er refsað fyrir ráðdeild.  Lexían fyrir stjórnendur ríkisstofnanna og rekstrareininga er - farið fram úr heimildum.

Frumvarpið er aðgengilegt á vef Alþingis (leitið að rannsóknasjóður eða markáætlun).

Ítarefni:

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012

147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum

Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti

Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag

Ályktun vegna samkeppnissjóða

Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað

Arnar Pálsson Að stunda vísindi á ísjaka

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband