4.12.2013 | 10:58
Stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016
Góðir íslendingar. Framtíð landsins er í húfi. Viljum við vera þjóðfélag frumframleiðenda í anda nítjándu aldar, eða nútímaleg þjóðfélag sem byggir á og hagnýtir þekkingu og tækni?
Spurningunni kann að vera svarað á Rannsóknaþingi Rannsóknamiðstöðvar Íslands
5. desember kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík.
Þá verður kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016. Miðað við drög að stefnunni, þá er um framsæknar hugmyndir að ræða sem miða að því að auka velferð og hagvöxt með auknum stuðningi við rannsóknir og sérstaklega samkeppnissjóði. Það er ákveðin mótsögn í því að menntamálaráðherra hyggst skera niður framlög til vísinda og tækniþróunar næstu 3 árin (sbr. fjárlagafrumvarp 2014 og meðfylgjandi greinargerð).
Dagskrá
8:30-8:50 Opnunarávarp
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra
8:50-9:20 Kynning á stefnu Vísinda- og tækniráðs 2013-2016
Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar
Sveinn Margeirsson, formaður tækninefndar
9:20-10:00 Pallborðsumræður um stefnu Vísinda- og tækniráðs
Þátttakendur í pallborði:
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Guðmundur F. Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
Vilborg Einarsdóttir, forstjóri Mentor
Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands
Þórarinn Guðjónsson, formaður Vísindafélags Íslendinga
10:00-10:30 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Hilmar Bragi Janusson gerir grein fyrir starfi dómnefndar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2013
Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson
Skráning er á rannis@rannis.is
Ég hvet fólk til að mæta á fundinn. Sérstaklega grunnnema, framhaldsnema og nýdoktora, því það e framtíð þeirra sem hangir á spýtunni.
Við fáum e.t.v. svar við þeirri spurningu hvort að stjórnvöld vilji styðja við stefnuna með fjárframlagi, eða hvort þetta sé marklaust skrautplagg.
Áskorun vegna samkeppnissjóða.
Íslenskir vísindamenn standa að áskorun til stjórnvalda vegna samkeppnissjóða - ég hvet þá sem er annt um grunnrannsóknir, framþróun og nýsköpun til að skrifa undir.
http://www.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_til_visinda
Ítarefni:
147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum
Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti
Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag
Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.