Leita í fréttum mbl.is

Heill árgangur af vísindafólki rekinn

Fræði, vísindi og tækni standa að baki flestum framförum í mannlegu samfélagi síðustu tvær aldir. Fjölmargar skýrslur og rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif fjárfestinga í menntun, rannsóknir og tækni skilar sér, t.d. sem upplýstari samfélag, færara vinnuafl, í fleiri fyrirtækjum og almennri hagsæld.

Þetta er undirstrikað af nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs sem kynnt var í morgun. Þar er stefnt að auknum framlögum til rannsókna, háskóla og breytinga á nýsköpunarumhverfi hérlendis. Vísinda og tækniráð er skipað fræðimönnum, fulltrúum atvinnulífs og nokkrum ráðherrum ríkisstjórnar.

Engu að síður hefur ný ríkistjórn ákveðið að draga úr framlagi til vísinda, og sérstaklega skert samkeppnissjóði sem hafa alltaf verið dvergvaxnir hérlendis miðað við t.d. norðurlöndin.

Íslenskir samkeppnissjóðir eru veikburða

Ráðherra menntamála þrástaglast á því að sjóðirnir verði stærri árið 2014 en þeir hafa verið áður. Það er ekki allskostar rétt, því að þeir rétt ná raungildi sjóðanna 2004. Þetta fegrunarbókhald hans hundsar einnig 50% skerðingu á markáætlun, tugprósenta lækkun á tækniþróunarsjóði og þá staðreynd að rannsóknanámssjóður var sameinaður rannsóknasjóði óbættur.

Svar ráðherra er í raun hártogun, því eins og áður sagði eru sjóðir okkar smáir í alþjóðlegu samhengi. Ráðherrar og alþingi þurfa að átta sig á því misræmi sem er á stefnu Vísinda og tækniráðs og fjárlaga. Og þeir þurfa annað hvort að breyta stefnunni eða fjárlögum. Ef þeir breyta ekki fjárlögum, þá ætti stefnan að vera sú "að draga úr stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, svelta sprotafyrirtæki og draga úr rannsóknum á félagslegum vandamálum, eldgosum, fiskistofnum, smitsjúkdómum, heilbrigði og læsi íslenskra barna".

Ráðherra talar ítrekað um mikilvægi þess að hafa ríkiskassann í jafnvægi. En það er ákvörðun alþingis hvernig peningum ríkisins er varið. Það er sjálfskaparvíti að draga úr fjármögnun í rannsóknir og nýsköpun, en veita peningum frekar í minna arðbæra pósta (eða hreinlega afsala sér tekjustofnum, af hreinni pólitík).

Það mætti líkja þessu við spítala, sem ákveður parketleggja ganga í stað þess að fjárfesta í læknum eða betri tækjum (og afþakka tekjustofna af hollustu við pólitík). Slíkur spítali mun ekki útskrifa lifandi fólk heldur lík.

40 störf tapast, 53 útskrifast á ári

Vísindasjóðir styrkja verkefni til 3 ára og um 80% peninganna fer í laun ungra vísindamanna (doktorsnema og nýdoktora). Því þýðir fyrirhuguð skerðing á fjárlögum að um 40 störf ungra vísindamanna munu hverfa. Þetta er veruleg blóðtaka, sem sést t.d. á þeirri staðreynd að 53 doktorsnemar útskrifast frá HÍ árið 2013. Hér er því ígildi heils árgangs af vísindafólki rekinn. Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því.

 

Ég skora á fólk að senda fyrirspurn um rannsóknaumhverfið á DV eftir hádegið.

http://www.dv.is/frettir/2013/12/5/illugi-maetir-beina-linu-i-dag/

og skrifa undir áskorun um að falla fá niðurskurði á samkeppnissjóðum.

 http://www.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_til_visinda

Ítarefni.

RÚV 5. des. Deila um framlög til rannsóknarsjóða

RÚV 5. des. 2013 Mótmæltu niðurskurði til vísinda

Visir.is 5. des. 2013 Mótmæltu niðurskurði með spurningamerkjum

MBL.is 5. des. 2013 570 milljóna niðurskurður í lok árs

 

Lífvísindasetur HÍ Það er verið að gera grín að vísindamönnum  

Deila um framlög til rannsóknarsjóða

Mótmæltu niðurskurði með spurningamerkjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband