Leita í fréttum mbl.is

Þekkingarsköpun þjóðfélagsins vegna

Ný stefna Vísinda- og tækniráðs til 2016 felur í sér áherslu á mannauð, eflingu á samkeppnissjóðum, aukinn stuðningur við rannsóknarháskóla og samvinnu eða sameiningu rannsóknarstofnanna.

Hér mun ég ekki fjalla um sameiningu stofnanna, heldur benda á umræðu um samkeppnissjóðina.

RÚV 6. des. 2013  Mesta fjárfestingin var í þekkingarsköpun

Ný stefna Vísinda- og tækniráðs var kynnt á Rannsóknarþingi en fram hefur komið að framlög til vísinda- og tæknisjóða verða skert um 570 milljónir af því sem áður hafði verið samþykkt á fjárlögum. Rætt var við Magnús Karl og Ernu Magnúsdóttur rannsóknarsérfræðing við Háskóla Íslands í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 

Erna segir nýliðun vísindamanna mikilvæga, en þetta snúist ekki aðeins um störf. „Þetta er næsta kynslóð vísindamanna og við erum að missa þau úr vísindunum. Jafnvel eftir að það er búið að leggja mikla orku í þjálfun unga vísindafólksins þá hverfur það og oft í önnur störf og á þá oftast ekki afturkvæmt. Eða hreinlega til útlanda því umhverfið er að versna og við búumst ekki við að fá fólk aftur til baka.“

Magnús Karl segir dapurlegt að einungis sé horft á útgjaldahliðina en ekki tekjuhliðina. Samfélög vesturlanda byggi á nýsköpun. Þannig efnahagsumhverfi verði ekki skapað nema með því að leggja fjármagn í það. Hann nefnir sem dæmi að erlent lyfjafyrirtæki hafi fyrir rúmu ári lagt 52 milljarða í Íslenska erfðagreiningu. 

„Hér erum við að tala um raunverulega þekkingu sem er verið að skapa. Raunveruleg atvinnutækifæri og raunverulegar erlendar fjárfestingar. Stærsta fjárfesting í íslensku atvinnulífi frá hruni, kemur vegna þekkingarsköpunar.“

Viðtal morgunútvarpsins við Ernu Magnúsdóttur og Magnús K. Magnússon (hefst við mínútu 47).

Umfjöllun á RÚV 5. des. 2013 Óttast að vísindamenn fari úr landi

Sjá einnig sjónvarpsfréttir 5. des. 2013 Niðurskurður til rannsókna gagnrýndur


mbl.is Skoða fækkun á rannsóknastofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband