Leita í fréttum mbl.is

Rannsóknir í hættu vegna niðurskurðar

Margir íslenskir vísindamenn hafa náð ágætum árangri í störfum sínum, einkum erlendis en einnig nokkrir hér heima. Það sem skiptir mestu er að viðkomandi lendi á fótunum, og missi ekki dampinn við flutning til landsins.

Dæmi um slíkan afburðavísindamann er Kristján Leósson eðlisfræðingur. Hann hlaut hvatningaverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2007, og styrk úr markáætlun á sviði örtækni fyrir árin 2005 til 2009. Það gerði honum og samstarfsmönnum kleift að byggja upp örtæknisetur HÍ.

En eitt er að byggja upp og annað að reka. Hinir litlu samkeppnisjóðir hérlendis og skortur á stuðningi við rannsóknarhluta háskólanna, þýða að svona setur er í mikilli hættu. Samkvæmt frétt RÚV getur niðurskurðurinn þýtt að það gæti þurft að "slökkva á tækjunum og loka", og vitnar þá til Kristjáns. Hann sagði einnig:

Ef það verður haldið fast við þessa stefnu, eins og hún er mörkuð í fjárlagafrumvarpinu, þá verður komið fyrir mörgum eins og okkur hér, og verður ekki annað hægt en að loka.

Þetta er því miður rétt hjá Kristjáni. Þetta þýðir einnig að fjárfesting okkar í rannsóknum nýtist illa, vegna skorts á samfellu sem er bein afleiðing veikra samkeppnissjóða og t.t.l. lítilla styrkja.

Umfjöllun um niðurskurð á samkeppnissjóðum og ítarlegra viðtal við Kristján var í sjónvarpsfréttatíma RÚV 6. desember.

Ítarefni:

Kristjan Leosson

http://www.raunvis.hi.is/Ari/kristjan.html

RÚV 5. des. 2013 Deila um framlög til rannsóknarsjóða

RÚV 5. des. 2013 Mótmæltu niðurskurði til vísinda

Visir.is 5. des. 2013 Mótmæltu niðurskurði með spurningamerkjum

MBL.is 5. des. 2013 570 milljóna niðurskurður í lok árs

MBL.is 5. des. 2013  Pereat ungra vísindamanna

MBL.is 5. des. 2013  Ný stefna Vísinda- og tækniráðs gagnslaus

Lífvísindasetur HÍ Það er verið að gera grín að vísindamönnum 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband