Leita í fréttum mbl.is

Afmæli Vísindafélagsins og afhending undirskriftarlista

Í dag verður haldið upp á 95 ára afmæli Vísindafélags íslendinga, kl 14:00 í Þjóðmenningarhúsinu.

Hæstvirtur mennta og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarson mun flytja opnunarávarp.

Áslaug Helgadóttir mun flytja hugvekju um vísindin og þjóðina og

Kári Stefánsson spyr (og væntanlega svarar) Hvers vegna?

http://www.visindafelag.is/

Að því tilefni mun formaður félagsins, Þórarinn Guðjónsson afhenda ráðherra undirskriftir vegna áskorunar um samkeppnissjóði.

Nú hafa rétt tæplega 1300 vísindamenn, nemar og aðrir skrifað undir.

http://www.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_til_visinda

Við hvetjum alla til að mæta í Þjóðmenningarhúsið í dag, því að mannfjöldi sýnir áherslur samfélagsins og stærð og mátt íslensks vísindasamfélags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband