12.12.2013 | 13:32
Niðurskurður í nýsköpun
Fyrirhugaður niðurskurður á kvikmyndasjóði, rannsóknasjóði og tækniþróunarsjóði er til þess fallinn að grafa undan íslensku þjóðlífi og efnahag. Ríkistjórnin hefur valið mjög sérkennilega pósta fyrir niðurskurð, einmitt þá sem geta skilað mestu til þjóðarbúsins og ímyndar landsins út á við.
Ísland er þekkt fyrir einstaka og óspillta náttúru, sem er iðullega ástæðan fyrir því að kvikmyndagerðarmenn sækja hingað. Hin ástæðan er sú að íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru frábærir, fjölhæfir og úrræðagóðir.
Á sama hátt eru íslenskir vísindamenn vel liðnir, þeir standa sig vel erlendis í framhaldsnámi og margir hverjir ná góðum árangri eftir að þeir flytja heim aftur. Margir vísindamenn stunda grunnrannsóknir á meðan aðrir stunda hagnýtari rannsóknir. Margir vísindamenn fá þjálfun við grunnrannsóknir, sem þeir búa að þegar þeir stunda rannsóknir með hagnýtingu í huga.
Tveir forkólfar atvinnulífsins (Davíð Lúðvíksson og Haukur Alfreðsson) leggja áherslu á mikilvægi þess að styðja við Tækniþróunarsjóð, í grein í Fréttablaði dagsins. Þeir segja:
Öflugt rannsókna- og þróunarstarf hefur skilað því á undanförnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverkagreinum. Árangurinn kemur einnig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutningsgreinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjónustu og orkutengdum iðnaði.
Þeir taka dæmi um fyrirtæki sem fékk 175 milljóna styrk og endurgreiðslu á vaski frá ríkinu, en sem skilar næstum tvöfaldri þessari upphæði í ríkiskassann. Þeir halda áfram og segja:
Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróunarsjóði árið 2005 þá jókst heildarvelta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfsmannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1.000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tímabilinu.
Miklar hliðstæður eru með listum og vísindum. Bæði byggja á sköpunarkrafti fólks sem einnig getur tileinkað sér aðferðir, gagnrýna hugsun og vönduð vinnubrögð. Í ofan á lag bætist síðan brennandi áhugi sem skilar sér í miklu vinnuframlagi og festu, sem leiðir til þess að jafnvel fjarstæðukenndum hugmyndum eða verkefnum er fylgt til loka*.
Og bæði listir og vísindi byggja á stuðningi samfélagsins, því ávextirnir eru ekki endilega tilbúnir á markað eða þóknanlegir ríkjandi fyrirtækjum og öflum.
Ég hvet alþingi til að falla frá fyrirhuguðum niðurskurði á nýsköpun, jafnt í listum sem vísindum.
Ítarefni:
Davíð Lúðvíksson og Haukur Alfreðsson Fjárfesting í nýsköpun skilar sér strax í ríkissjóð Fréttablaðið 12. desember 2013.
*Í tilfelli vísindanna er það þegar búið er að afsanna tilgátu rækilega.
Skora á ríkisstjórn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.