16.12.2013 | 11:07
Landinn fjallar um sumarexem í hestum
Þjóðlífsþátturinn Landinn fjallaði í gær um rannsóknir á sumarexemi í hestum. Sumarexemið herjar oft á íslenska hesta sem seldir hafa verið til útlanda. Það herjar ekki á íslenska hesta, sem fæddir eru erlendis. Exem er sjálfsofnæmissjúkdómur, sem getur orðið mjög svæsinn ef hestarnir skipta um umhverfi.
Eftir rúmlega áratuga langar rannsóknir, hérlendis aðallega stundaðar af sérfræðingum á Keldum, glittir í meðferð og jafnvel bólefni gegn exeminu.
Búið er að greina meinvaldinn, flugu sem bítur íslenska hesta erlendis og einangra prótín sem virðast vekja ónæmissvar sem leiðir til exemsins. Nú er í þróun bóluefni gegn þessum prótínum, sem gætu nýst til að fyrirbyggja exemið.
Landinn talaði við Sigríði Jónsdóttur líffræðing, en doktorsverkefni hennar fjallar einmitt um þróun bóluefnis og meðferðarúrræða. Vilhjálmur Svansson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir er leiðbeinandur Sigríðar og sést sú síðarnefnda einnig í mynd.
Rannsóknirnar hafa verið styrktar af Rannsóknamiðstöð Íslands, í gegnum samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs. Þetta eru grunnrannsóknir, en hafa sannarlega mikil fjárhagslegt gildi. Hestar ræktaðir hérlendis geta fengið exem og því öruggara fyrir erlenda kaupendur, að kaupa íslenska hesta fædda erlendis.
Fyrirhugaður niðurskurður á samkeppnissjóðum í fjárlögum fyrir 2014, mun ekki auðvelda þessar rannsóknir.
Landinn 15. desember 2013. Lyf við exemi í hrossum
Keldur Sumarexem, smámýsofnæmi, í íslenskum hestum
Arnar Pálsson 5. desember 2013. Heill árgangur af vísindafólki rekinn
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.