Leita í fréttum mbl.is

Gott skref í rétta átt

Samskipti lyfjafyrirtækja og lækna hafa verið undir smásjánni í nokkra áratugi.

Það hefur tíðkast að lyfjafyrirtæki styrki lækna á ráðstefnur, borgi fyrir þá málsverði, bjóði upp á mat á málþingum og styrki þá á aðra lund. Rannsóknir hafa líka sýnt að jafnvel þótt að læknar (eða hverjir aðrir sem þiggja áþekkar gjafir), breyta hegðun sinni gagnvart lyfjafyrirtækjunum. 

Þeir eru líklegri til að ávísa á lyf þeirra og mæra þau á ýmsan hátt. Þetta er að miklu leyti ómeðvituð hegðun af hálfu heilbrigðis-starfsfólksins, en raunveruleg engu að síður.

Lyfjafyrirtækin vita þetta, enda myndu þeir fjárfesta í flugfari fyrir lækna ef hagnaður fyrirtækisins myndi ekki aukast?

Í bandaríkjunum fengu (og kannski enn)  lyfjafyrirtæki aðgang að upplýsingum frá apótekum. Lyfjafyrirtækin gátu sent fulltrúa sína á fund lækna, og látið þá kynna ákveðin lyf. Síðan gátu fyrirtækin fylgst með því hvernig lyfjaávisanir breyttust í kjölfarið.

Þau gátu séð hvaða kynningarefni virkaði best, hvaða sölubrellur virkuðu á hverskonar einstaklinga og svo framvegis.

Þarna voru lyfjafyrirtækin með frábært kerfi til að prufa margskonar markaðsverkfæri og sölulínur. Læknarir voru óaðvitandi orðnir tilraunadýr, í sölumennsku tilraun lyfjafyrirtækisins.

Það gefur auga leið að þetta kerfi er ekki endilega sjúklingnum í hag. Þetta er kerfi sem miðar að því að hámarka ágoða lyfjafyrirtækisins, ekki heilsu eða bata sjúklingsins.

Nýlegar fréttir um að GlaxoSmithKline hafi ákveðið að hætta að greiða læknum fyrir  kynningarstarf, og bónus fyrir sölufólk, eru jákvætt skref í þá átt að rekja ofan af þessari vitleysu.

Þessi vandamál sem rakin eru hér að ofan eru bara smá hluti af stærra fyrirbæri. Ég hef verið með ítarlega grein um þessi mál í smíðum, en Freyr einn veit hvenær ég hef tíma til að klára hana. Þeim sem hafa áhuga á málinu er bent á tvær stórkostlegar bækur um efnið.

Ben Goldacre - Bad Pharma : review The Telegraph

Carl Elliott -  White Coat, Black Hat


mbl.is Glaxo hættir að borga læknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband