17.12.2013 | 16:48
Hvað annað var sagt á fundinum?
Jón Gnarr er "klárlega snillingur" sem orðbragð er af. Hann er frábær listamaður og leikari mikill, þroskaheftur að eigin sögn en vel þroskaður grínisti, sem slær á mannlegar og djúpar nótur.
Fyrir mér er það samt örlítið vandamál (alls ekki persónulegt!!!!) að hann (sem og aðrir) getur tekið athyglina frá atriðum sem skipta þjóðfélagið rosalega miklu máli. Ég er þroskaheftur sagði Jón Gnarr, er sem sagt aðal fyrirsögnin af fundi um niðurstöður PISA könnunarinnar hérlendis.
Þær niðurstöður eru grafalvarlegar og boða ekki gott fyrir framtíð íslensks samfélags. Við þurfum að komast að því hvaða ástæður eru fyrir niðurstöðunni, og reyna að spyrna á móti. Við þurfum að breyta okkar hegðan, skólakerfinu og búa til jákvæðara og framsæknara þjóðfélag. Þar sem börn hafa gaman að námi, læra sér til gagns og gleði, og bæta samfélagið með viðhorfum sínum, hugmyndum, sköpunar- og framkvæmdakrafti.
Ég veit ekki hvaða þættir orsaka dapra útkomu í PISA könnuninni. Mig grunar að ein ástæðan sé (án þess að hafa gögn fyrir því) að offramboð á skemmtan og léttúð hafi rýrt gildi menntunar í augum barna og foreldra.
Ef svo er þá væri dæmigert að umfjöllun vinsælasta fréttavefs landsins af þessum fundi skuli einblína á skoplegar athugasemdir grínistans sem við kusum sem borgarstjóra. Og að hugmyndir eða greiningar á PISA niðurstöðunum skuli ekki einu sinni rata inn í fréttina. Ekki síður kaldhæðnislegt er að kvart menntamannsins skuli birtast á bloggi, en ekki í lesendablaði til Ísafoldar eða Kímblaðsins.
Viðauki 18. des.
Athugasemdum mínum er aðallega beint til fjölmiðilsins, og vitanlega okkar sem hvetjum þá áfram á sirkusbrautinni með því að opna og lesa "fréttir" með krassandi titla og lítið innihald.
Ég er þroskaheftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 18.12.2013 kl. 09:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Nonni hefur reglulega sent fjölmiðlum fréttir af sjálfum sér
en hefur aldrei þurft að gera grein fyrir sínum málum
Grímur (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 09:30
Hann er auðvitað einn um það.
Gnarrinn sjálfur er ekki aðalpunkturinn hjá mér. Hann er bara listamaður að skapa, leita sér verkefna og sjá sér farborða.
Það má samt alveg velta fyrir sér hvert sé hlutverk borgarstjóra? Á hann að vera sendiherra, skemmtikraftur og/eða framkvæmdastóri?
Arnar Pálsson, 18.12.2013 kl. 10:46
Skemmtan og léttúð hafa aldrei verið vandamál, nei. Leiðinlegir kennarar sem ekki nýta sér kosti tölvutækninnar eru það hins vegar. Það má búa til skemmtilega tölvuleiki og myndbönd til að kenna krökkunum hluti með húmor og fegurð, sömu hluti og betur og nú er verið að kenna þeim með úreltum risaeðluaðferðum sálarlausra hálfvita.
Pro (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 12:14
Kynntu þér hluti eins og Gamefication
Pro (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 12:15
Sæll Pro
Ég var ekki að segja að léttúð, brandarar og skemmtun geti ekki nýst í skólastarfi.
Ég var að segja að frétt um mikilvægt mál (í þessu tilfelli um námsárangur) hafði mjög lítið til málanna að leggja. Fréttin fjallaði um persónulegar athugasemdir eins manns (reyndar mjög skemmtilegs listamanns) en sagði EKKERT um annað sem fram kom á fundinum. Eða hvernig við getum fært þjóðfélagið og kennsluna fram veginn.
Ég tel að myndefni sé mjög mikilvægt í kennslu, ekki síst þegar sálarlausir hálfivtar eins og ég er að segja frá risaeðlum.
Hins vegar sýnist mér að færni nemenda til að skilja ritað mál (að koma hugsunum sínum niður á blað) hafi minnkað undanfarin ár.
Samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar er það rétt, og við þurfum að bregðast við.
Ég þekki ekki Gamefication, getur það apparat/forrit hjálpað fólki að koma skipulagi á hugsanir sínar, skilja röksemdafærslu annara og miðla sinni eigin afstöðu?
Arnar Pálsson, 18.12.2013 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.