Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverðar fréttir af óðum skrifara

Óðinshaninn (Phalaropus lobatus) er forvitnilegur lítill fugl. Í fæðuleit sinni, stingur hann niður gogginum við og við, á meðan hann syndir í hringi og slaufur. Þaðan er viðurnefnið skrifari komið, þótt ég viti reyndar ekki hvaðan sú nafnbót er ættuð.

Óðinshanar á norðurlöndum fara til heitu landanna á vetrum, fljúga suður um Evrópu og dvelur við strendur Árabíu. Flestir farfuglar hérlendis fara einmitt beint suður, til Evrópu, Afríku eða Arabíu. 

Rúv sagði frá því nýlega að Skoskir Óðinshanar  flygju allt aðra leið. Þeir færu vestur yfir Atlantshaf, og flygju með ströndum og yfir mið-Ameríku uns þeir kæmu á Kyrrahafsstrendur. Þetta er mjög sjaldgæf leið fyrir farfugla, en vera má að þetta endurspegli þróunarlegan uppruna Skosku Óðinshanann. 

Í fréttinni segir:

Langflug óðinshana milli heimshafa kom í ljós með því að setja senditæki á tíu fugla sem verpa á Hjaltlandi við Skotland. Óðinshanarnir flugu sem leið liggur frá varpstöðvunum í Hjaltlandi yfir Atlantshaf um Ísland og Grænland, þá til suðurs með austurströnd Bandaríkjanna, yfir Karíbahaf og Mexíkó og þangað sem öldur Kyrrhafsins brotna á ströndum Ekvador og Perú.

Eftir vetursetu við Kyrrahafið héldu fuglarnir sömu leið til varpstöðvanna. Vísindamennirnir segja að einungis krían, víðförlasta dýr jarðar, fljúgi lengra en óðinshaninn.

Áður var talið að skosku óðinshanarnir væru með óðinshönum frá Norðurlöndunum í Arabíu á vetrum. Nú telja fuglafræðingar líklegt að stofn óðinshana í Skotlandi sé upphaflega ættaður frá Ameríku fyrst hann sækir þangað á veturna.

RÚV 9. janúar 2014. Óðinshaninn er víðförlari en marga grunar

Bestu þakkir til RÚV fyrir vandaða og áhugaverða umfjöllun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband