Leita í fréttum mbl.is

Svín í tíma og rúmi

Hvað er hægt að læra af svínum? Það fer náttúrulega eftir því hvaða svíni þú fylgist með.*

Sálfræðingar birtu árið 2009 rannsókn sem sýnir m.a. að svín geta notað spegla, til að finna mat og skynja umhverfi sitt. Aðrar rannsóknir og tilraunir hafa sýnt að svín geta smalað kindum**, framkallað mannleg hljóð, hoppað í gegnum hringi og spilað tölvuleiki með gleðipinna.

Síðasti sameiginlegi forfaðir svína og okkar var uppi fyrir rúmlega 100 milljón árum, en fyrir um 8000 árum lágu leiðir okkar saman aftur. Þá tóku menn svín í sína þjónustu, ólu þau upp og átu. Ó hið grimma sársoltna fólk.

Vísindamenn við Durham háskóla á Englandi hafa rannsakað uppruna svína með erfðafræðilegum aðferðum og með því að bera saman hauskúpur þeirra.

Una Strand Viðarsdóttir mannfræðingur vann að þessum rannsóknum og mun fjalla um þær í erindi næstkomandi föstudag (14. febrúar 2014, kl 12:30).

Erindið verður í stofu 129 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.

Þeir sem vilja kynnast störfum Unu er bent á vefsíðu hennar við Durham háskóla.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð Líffræðistofnunar HÍ.

*Fyrst datt mér í hug að segja, "það fer náttúrulega eftir því hvaða svín kenndi þér", en fannst það of móðgandi fyrir kennarastéttina og fræðara (líklega því ég tel mig til þeirra).

** Já, kvikmyndin Babe var ekki alger uppspuni.

Tími og stofa voru leiðrétt kl. 16:12, 11. febrúar.

New York Times NATALIE ANGIER 9. 11. 2009 Pigs Prove to Be Smart, if Not Vain


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband