12.2.2014 | 15:47
Hefði Darwin drepið gíraffann?
Í heimi vísinda er oft horft til vísindamanna sem uppgötvuðu stór lögmál, eða kollvörpuðu fornum kreddum. Charles Darwin eitt af afmælisbörnum dagisns er einn slíkur og fjölmörgum vísindamönnum (sérstaklega líffræðingum) finnst nauðsynlegt að vísa í hans afstöðu eða hugmyndir um tiltekin rannsóknarviðfangsefni.
Það endurspeglar líklega eiginleika samfélags manna, þar sem ákveðin virðingarröð er til staðar og fólk finnst upphefð í því að láta sjá sig með stórmennum, tala um þau eða tengjast þeim á einhvern hátt.*
Hvað myndir Darwin gera?
Sumir trúræknir vesturlandabúar spyrja sig hvað myndi Jesú gera (t.d. ef hreindýr verður fyrir bíl eða ef Silli frændi er klárar allt viskíið)? Fræðimenn spyrja sig hins vegar ekki (eða sjaldan) hvað Rachel Carson eða Charles Darwin myndi gera í tilteknum aðstæðum. Ég veit að Chris Mooney myndi segja að þessi munur á trúuðum og efasemdamönnum endurspegli virðingu þeirra fyrir valdastiga. Margir trúaðir, sérstaklega á hægri vængnum, bera mikla virðingu fyrir yfirvaldi, á meðan efasemdamenn efast um valdahafa jafnt sem eigin fatasmekk**
En hvað hefði Charles Darwin gert ef hann hefði verið forstjóri dýragarðsins í Kaupmannahöfn?
Við þekkjum Darwin flest sem mikinn náttúrufræðing og fræðimann. En á yngri árum var hann ötul skytta og mikill safnari. Á meðan hann var í guðfræðinámi leitaði hann iðullega fiðrilda í skógum, og fór á veiðar. Í heimssiglingunni á Hvutta var hann býsna duglegur að drita niður fugla og margskonar dýr, hamfletta þau og geyma til greininga. Hann sendi fjölda kassa fulla af hömum, beinum og pressuðum laufblöðum til Englands, þar sem sérfræðingar fóru að rannsaka efniviðinn.
Því finnst mér líklegt að Darwin hefði látið aflífa gíraffann, og verið fullfær um að skjóta hann sjálfur.
Siðfræðileg afleiðing þróunarkenningarinnar
Flestir líta á þróunarkenninguna sem fyrirbæri sem útskýrir eiginleika lífvera og sögu þeirra. En heimspekilega afleiðing hennar er mjög djúpstæð. Maðurinn er ekki aðskilinn frá náttúrunni. Við eru grein á lífsins tré, og lögmál náttúrunnar eiga við okkur eins og dýr merkurinnar.
En hvað með siðferðilegu spurningarnar, eins og þær sem Gunnar Dofri fjallar um í grein sinni?
Eru gíraffar æðri kúm, kolkröbbum eða kúluskít? Eða eru öll dýr, önnur en maðurinn skör lægri og með minni rétt en við? Eiga vistkerfi einhvern rétt, jafnvel þótt að þau séu ekki lifandi í sjálfu sér? Og ef við gefum vistkerfi eða lífkerfi rétt, eiga þá hinir dauðu steinar líka heimtingu á réttindum?
Það er ekki ætlunin að svara þessum spurningum hér, enda er ég fræðimaður og er alsæll með galopnar spurningar og þríræðar vísur.
*Það er líklega hluti af ástæðunni fyrir því að ég rita þennan pistil.
**Af skiljanlegum ástæðum.
Sum dýr jafnari en önnur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Darwin og þróun | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.