19.2.2014 | 13:25
Aðalfundur HÍN og plöntuerfðatækni
Áhugamönnum um náttúrufræði er bent á aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags verður nú á laugardaginn og eftir helgina flytur Björn Örvar erindi up plöntuerfðatækni á vegum félagsins.
Boðað er til aðalfundar Hins íslenska náttúrufræðifélags laugardaginn 22. febrúar 2014 í fyrirlestrarsal Þjóminjasafns Íslands við Suðurgötu, Reykjavík. Athöfnin hefst kl. 14:00 og að loknu kaffihléi hefjast aðalfundarstörf.
Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:
1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar HÍN fyrir árið 2013.
3. Reikningar HÍN fyrir árið 2013.
4. Skýrslur fulltrúa HÍN í nefndum fyrir árið 2013.
5. Tillögur til ályktunar.
6. Kjör stjórnarmanna og embættismanna félagsins.
7. Önnur mál.
8. Fundarslit.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins, allir eru velkomnir!
Mánudaginn 24. febrúar verður síðan erindi á vegum félagsins, um plöntuerfðatækni. Úr tilkynningu:
Ágrip af erindi Dr. Björns Lárusar Örvars, haldið mánudaginn 24. febrúar 2014.
Miklar framfarir hafa orðið í erfðatækni á síðustu áratugum sem m.a. hefur leitt til byltingar í læknisfræðirannsóknum og lyfjaþróun. Mörg ný lyf, t.d. gegn krabbameini og gigt, eru nú framleidd með erfðatækni í erfðabreyttum bakteríum eða í spendýrafrumum. Plöntuerfðatæknin hefur hægt og rólega verið að ryðja sér til rúms í nútíma landbúnaði, en tæknin hefur m.a. verið notuð til að auka varnir gegn skordýrum og veirusjúkdómum, bæta næringarinnihald plantna eða gera þær þolnari gagnvart erfiðum umhverfisskilyrðum. Þá hefur komið í ljós að plöntur henta mjög vel fyrir framleiðlsu á ýmsum, sérhæfðum próteinum fyrir rannsóknir og lyfjaþróun. ORF Líftækni hefur m.a. sýnt fram á að með erfðatækni er hægt að framleiða í byggfræjum ýmis erfið prótein, einsog vaxtarþætti úr manninum, fyrir læknisrannsóknir og stofnfrumuræktanir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.