Leita í fréttum mbl.is

Menntun og fiskveiðar

Það er greinilegt að nemendur skilja að menntun gefur þeim tækifæri til að bæta fiskveiðar, vinnslu og nýtingu sjávarafurða hérlendis. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sjávarklasans, sem bendir á  að fleira fólk skrái sig til náms í sjávarútvegstengdu námi.

En Sjávarklasinn hefur líka bent á að þörf er á rannsóknum og vísindalega þjálfuðu fólki, til að auka verðmæti sjávarfangs.

Það er ekki nóg að þjálfa fólk í bestu þekktu vinnubrögðum.

Við þurfum líka að mennta fólk, sem getur betrumbætt vinnubrögð, tæki, aðferðir og vinnslu.

Það eru viðfangsefni vísinda og tæknimenntaðs fólks. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld og ekki síst sjávarútvegsfyrirtæki fjárfesti í menntun og rannsóknum á þessu sviði. Við ræddum þetta í nýlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar 2014Virðisauki með vísindum.

Þar sögðum við m.a.:

Til að auka verðmæti þarf bæði hugvit og skipuleg vinnubrögð. Upphugsa þarf aðferðir eða nýjungar, og prófa hvort þær séu betri en eldri aðferðir. Með öðrum orðum, það þarf að vinna vísindalega. Í nýlegri skýrslu Sjávarklasans kemur fram að verðmæti sjávarafurða hefur aukist um marga milljarða með því að fóstra nýjungar og beita nákvæmum vinnubrögðum. Sem dæmi má nefna fyrirtækin Kerecis sem vinnur græðandi plástra úr roði, Iceprotein sem vinnur prótín úr afskurði, og Genís sem þróar bólgueyðandi lyf úr rækjuskel. Sammerkt þessum fyrirtækjum er að þau vinna vísindalega. Með því að þjálfa unga vísindamenn, þá bætum við framtíðarmöguleika þessara og annarra áþekkra fyrirtækja. 

...

Íslenskur sjávarútvegur er stærsta og sterkasta aflið í efnahag landsins og eðlilegt að hann leggi sitt af mörkum til að styrkja stoðir atvinnulífs. Stærstu fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa að fjárfesta í hagnýtum rannsóknum. En þau þurfa líka að sannfæra stjórnvöld um að styrkja samkeppnissjóði og grunnrannsóknir, því þaðan kemur sérmenntað og fært starfsfólk. Með því að efla samkeppnisjóði Vísinda- og tækniráðs stuðlum við að nýsköpun og verðmæti í sjávarútvegi þjóðinni til heilla.

Ítarefni:

2 fyrir 1 – Fullvinnsla aukaafurða og líftækni í sjávarklasanum 2013

http://www.sjavarklasinn.is/wp-content/uploads/2013/11/2fyrir1-2013-netutgafa.pdf


mbl.is Aukinn áhugi á sjávarútvegstengdu námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband