Leita í fréttum mbl.is

Háskóladagur og undur vísinda

Á morgun verður Háskóladagurinn, þar sem fjölmargir námsmöguleikar eru kynntir.

Í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ mun líffræði og sameindalíffræði vera kynnt, ásamt öðrum skyldum greinum. lffraedi_orn.jpg

Nokkur undanfarin ár höfum við í líffræðinni opnað tilraunastofurnar og leyft fólki að kanna undraheim fruma, dýra og plantna.

Vísindamenn hafa uppgötvað fjölda staðreynda um lífið og vísindin - og reyndar heilmargt meira en lítið undarlegt. John McNally fjallar um slíkar staðreyndir í nýlegri bók, m.a.

Það eru t.d. 140 milljónir skordýra fyrir hverja einustu mannveru.

Hver einstaklingur samanstendur af 70 000 000 000 000 000 000 000 000 000 atómum. Ef við gætum kreist tómið innan úr hverju atómi væri hægt að pakka öllu mannkyni inn í einn sykurmola.

Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfi líffræðinga geta hlustað á einn slíkann í viðtali á Ríkisútvarpinu. KP Magnússon er prófessor við Háskóla Akureyrar, og hefur frá mörgu að segja.

Ítarefni:

The Guardian 27. feb. 2014. John McNally's top 10 true or false science facts

Mynd Róbert A. Stefánsson - forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband