3.3.2014 | 11:26
Sameindalíffræði á miklu skriði
Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofa HÍ standa fyrir málstofu um sameindalíffræði og stofnfrumurannsóknir þann 7. mars 2014.
Aðalfyrirlesarinn verður ungur íslenskur sameindalíffræðingur sem hefur haslað sér völl á mjög framsæknu sviði líffræði og læknisfræði. Þórður Óskarsson stýrir rannsóknarhóp við Heidelberg Institute for Stem Cell Technology and Experimental Medicine. Auk Þórðar munu þrír ungir sameindalíffræðingar halda styttri erindi.Þórður útskrifaðist með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1998. Eftir útskrift hóf hann meistaranám í veirufræði undir leiðsögn Valgerðar Andrésdóttur á Keldum. Þórður lauk doktorsprófi árið 2005 frá Swiss Institute for Experimental Cancer Research (ISREC) undir leiðsögn Dr. Andreas Trump, þar sem hann rannsakaði umritunarþætti í frumum í tengslum við krabbamein. Eftir doktorsnám flutti Þórður til Bandaríkjanna þar sem að hann vann sem nýdoktor undir leiðsögn Dr. Joan Massague við the Memorial Sloan-Kettering Cancer Center (MSKCC) í New York. Þar vann hann að rannsóknum á eðli illkynja krabbameina. Haustið 2011 hóf Þórður núverandi starf. Þórður hefur birt fjölmargar greinar um rannsóknir sínar í virtustu vísindatímaritum á sínu sviði þ.m.t. Nature. Þórður fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur ungs vísindamanns á Líffræðiráðstefnunni sem haldin var í Háskóla Íslands 8. og 9. nóvember síðastliðinn.
Á undan erindi Þórðar halda þrír ungir líffræðingar erindi um sínar rannsóknir. Sigríður Rut Franzdóttir er dósent við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, Guðrún Valdimarsdóttir er dósent við Læknadeild HÍ og Ólafur E. Sigurjónsson er sérfræðingur við Blóðbankann og dósent við HR.
Málstofan stendur frá 15:00 til 17:00 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Dagskrá má sjá vef Líffræðifélags Íslands.
Mynd af frumum er af vef Þórðar hjá HI-STEM.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.