5.3.2014 | 08:59
Við erum samsett úr frumum og sameindum
Um miðbik síðustu aldar varð til ný fræðigrein á mörkum efnafræði og líffræði. Sameindalíffræði fjallar um sameindir eins og t.d. prótín, sykrur og kolvetni, sem finnast inni í öllum lífverum. Hún gerði vísindamönnum kleift að skilja eðli erfða, og rannsaka eiginleika fruma og lífvera.
Nú hefur sameindalíffræðin teygt anga sína víða. Hún er grundvöllur margra framfara í læknisfræði og landbúnaði, hún er nýtt í rannsóknum á vistkerfum og þróun og jafnvel sem verkfæri listamanna. Þekktast er etv. framleiðsla á insúlín með erfðatækni, og nú eru fjölmörg önnur lyf framleidd með aðferðum líftækninnar. Hið nýja hús Alvogens í Vatnsmýri, verður einmitt vettvangur framleiðslu samheita líftæknilyfja.
Sameindalíffræði hefur kollvarpað skilningi okkar á eiginleikum sjúkdóma, t.d. krabbameina eða hjartaáföllum. Með aðferðum hennar er hægt að rannsaka ferla sem aflaga fara í sjúkdómum, og jafnvel að þróa leiðir til að vinna gegn þeim. Íslenskir sameindalíffræðingar eru framarlega í rannsóknum á þessu sviði, sem dæmin sanna. Sigríður R. Franzdóttir og félagar eru t.d. að gen og kerfi sem stýra þroskun bleikjuafbrigðanna í Þingvallavatni. Ólafur E. Sigurjónsson hefur kannað hvernig má stýra þroskun stofnfruma með þáttum úr blóði. Guðrún Valdimarsdóttir náði að stýra stofnfrumum, og láta þær mynda litla hjartavísa. Þórður Óskarsson, sem fékk heiðursverðlaun Líffræðifélagsins í fyrra, stýrir rannsóknarhópi í Þýskalandi. Hann er að rannsaka áhrif umhverfis á stofnfrumur, með sérstaka áherslu á meinfarandi krabbamein.
Þessir líffræðingar munu allir halda erindi um rannsóknir sínar 7. mars 2014. Erindin verða í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.
Líffræðifélag Íslands og Líffræðistofa HÍ standa fyrir málstofunni.
Dagskrá má sjá vef Líffræðifélags Íslands.
Mynd af tjáningu gena í fóstrum ávaxtaflugna. Litað er fyrir tveimur prótínum í einu, even-skipped, kruppel og giant. Úr grein Susan Lott og félaga frá 2007.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Erfðafræði, Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.