Leita í fréttum mbl.is

Málstofa um erfðatækni í víðu samhengi

Af vef hugvísindastofnunar.

Laugardaginn 15. mars kl. 10.30-16.30 í stofu 220 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Erfðatækni hefur verið í örri þróun síðustu ár og er nú orðið ómissandi tæki í margskonar grundvallarrannsóknum í lífvísindum. Hún hefur einnig verið hagnýtt í læknisfræði, landbúnaði og iðnaði. Mikil átök hafa orðið um hvort rétt sé að sleppa erfðabreyttum lífverum út í umhverfið og nýta afurðir sem unnar hafa verið úr þeim. Settar hafa verið mjög strangar reglur víða um heim sem takmarka nýtingu þessara lífvera. Umræðan í samfélaginu er oft óvægin og mótast oftar en ekki af takmarkaðri þekkingu á málefninu. Í málstofunni verður farið yfir hvað felist í erfðatækni og hvernig megi nýta þessa tækni í grunnrannsóknum, læknisfræði, landbúnaði og matvælaiðnaði. Lögð verður áhersla á að fjalla um málið frá öllum hliðum og kynntir verða bæði möguleikar og takmarkanir við beitingu tækninnar, þ.m.t. hugsanlegar hættur fyrir heilsu manna og umhverfið.

Fyrirlesarar og titlar erinda:
  • Zophonías Oddur Jónsson, prófessor í líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ: Saga erfðatækninnar - í stuttu máli
  • Arnar Pálsson, dósent í líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ: Erfðatækni og umhverfi í ljósi vistfræði og þróunarfræði
  • Áslaug Helgadóttir, prófessor og aðstoðarrektor rannsóknamála, LbhÍ: Náttúran sér um sína – eða hvað? Erfðatæknin og kynbætur nytjaplantna
  • Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í auðlindadeild, LbhÍ: Satt og logið í sveitinni – Sjálfsmorð smábænda og erfðabreyttar lífverur
  • Oddur Vilhelmsson, prófessor í auðlindadeild, HA: Er of gaman á rannsóknastofunni? – Hugleiðingar um óbærilegan léttleika erfðatækninnar
  • Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknadeild, HÍ: Hvað segir reynslan af nýtingu erfðatækni í læknisfræði okkur um hugsanlega hættu af erfðabreytingum í landbúnaði fyrir heilsu fólks?
  • Eiríkur Steingrímsson, prófessor í lífefnafræði, HÍ: Vísvitandi blekkingar um áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu?
  • Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði, HÍ: Deilan um erfðabreytingar í almenningsrýminu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband