18.3.2014 | 11:32
#björk #náttúra #gætagarðsins
Mér finnst pínkulítið merkilegt að tíst stórstjörnunar Russel Crowe sæti tíðindum.
Jú hann minnist nú reyndar á Ísland, og minnimáttarkennd okkar veldur því að við kippumst við af gleði í hvert skipti sem frægir útlendingar segja nafn fósturjarðarinnar.
Tístið er tengt frumsýningu á Nóa Aronofskys í kvöld.
Þess er reyndar ekki getið í fréttinni af tístinu að frumsýningin er í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur og íslensk nátturuverndarsamtök.
Í kvöld verða nefnilega stórtónleikar í Hörpu, þar sem Björk, Patti Smith, Highlands, Of Monsters and Men, Samaris, Retro Stefson, Björk, Mammút og Lykke Li koma fram.
Það er glæsilegt framtak og lofsvert.
Hins vegar er umfjöllun mbl.is um þennan stórviðburð heldur rýr. Eina umfjöllunin var 3. mars síðastliðinn, reyndar ágæt grein Halls M. Hallsonar (sjá neðst).
-------
Varðandi titil pistilsins. Svona hroði mun ekki endurtaka sig, því mér finnst tístíska ljótasta tungumálum nútímans. Ég vil ekki leggja alla ábyrgðina á herðar tölvunarfræðinga, en þeir mættu stundum spá í samfélagsleg áhrif verka/brandara sinna.
Náttúruverndarsamtök Íslands Gætum garðsins
Sjónmál 14. mars 2014. Stopp! Gætum garðsins
Mynd Arnar Pálsson. Ofan á Esjunni 2010.
Crowe sendir kveðju til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.