31.3.2014 | 11:05
Um nýja strauma og stefnur innan þróunarfræðilegrar vistfræði
Dr. Skúli Skúlason flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt í dag, mánudaginn 31. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.
Titill erindis Um nýja strauma og stefnur innan þróunarfræðilegrar vistfræði
Ágrip af erindi.
Þróunarfræðin leiðir saman margar greinar líffræðinnar. Á síðustu árum hefur átt sér stað mikilvæg tenging milli rannsókna í vistfræði, þróunarfræði og þroskunarfræði. Þetta felur í sér nýstárlega nágun á hvernig vistfræðilegar aðstæður geta stuðlað að náttúrulegu vali en jafnframt mótað þroskun svipgerða, samhliða því að svipgerðir geta haft áhrif á vistfræðilegar aðstæður. Samverkun þessara ferla getur skýrt hvers vegna þróun líffræðilegrar fjölbreytni getur verið bæði hröð og breytileg og hvernig samspil vistfræði og þroskunar lífvera er lykilatriði í þróun breytileika og myndun tegunda. Margar tegundir norðlægra ferkvatnsfiska mynda afbrigði sem nýta sér ólíkar fæðuauðlindir og búsvæði og í sumum tilfellum hafa nýjar tegundir myndast. Rannsóknir sýna að aðskilnaður samsvæða afbrigiða orsakast af rjúfandi náttúrulegu vali og að svipgerðirnar mótast í mismiklum mæli af erfða-, umhverfis-, og móðuráhrifum. Norðlægir ferskvatnsfiskar eru því afar hentugir til rannsókna á samspili vistfræði, þróunar og þroskunar lífvera. Í fyrirlestrinum verður þetta útskýrt nánar með fræðilegum skýringum og dæmum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Á að keppast við að svara einhverri spurningu?
Jón Þórhallsson, 31.3.2014 kl. 12:33
Já, vísindin ganga út á að prófa tilgátur og finna þannig svör við ákveðnum spurningum.
Arnar Pálsson, 31.3.2014 kl. 18:28
Hverjar gætu verið 3 brýnustu spurningarnar
sem að þetta náttúrufræðifélag myndi vilja fá svör við?
Jón Þórhallsson, 1.4.2014 kl. 09:51
Sæll Jón
Það fer nú vitanlega eftir náttúrufræðingnum!
Ég veit að Skúli, svo við höldum okkur við það efni, hefur mestan áhuga á samspili vistfræðilegra, þróunarlegra og þroskunarlegra lögmála, t.d.
hefur móðir mikil áhrif á þroskun ungra ferskvatnsfiska?
eru ferskvatnsfiskar sveiganlegri við upphaf landnáms, en sjógönguættingjar þeirra?geta tegundir sem eru mjög breytilegar verið ígildi nokkura ólikra tegunda, sem eru stöðugari í útliti eða háttum?
Arnar Pálsson, 1.4.2014 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.