Mikil umræða á sér nú stað um arðsemi, kosti og galla laxeldis í sjó. Reynsla af fiskeldi í sjó hér við land og erlendis hefur verið misjöfn og full ástæða er til að fara vandlega yfir hina ýmsu þætti eldisins áður en teknar eru ákvarðanir um frekari framkvæmdir á því sviði. Nú er komið fram á Alþingi frumvarp til laga, þingskjal 609 319. mál um breytingu á lögum um fiskeldi. Því er nauðsynlegt að efna til umræðna um fjölmarga þætti sem varða fiskeldi, umhverfi, byggðir og vottun afurða áður en afdrifaríkar breytingar verða lögfestar.
Á næstu málstofu munu sérfræðingar gera grein fyrir lagaumhverfi fiskeldis hér á landi frá upphafi og sérstaklega um núgildandi lög og þær breytingar sem nýja frumvarpið felur í sér. Meðal þeirra verða Árni Ísaksson fyrrum forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Veiðimálastofnunar auk fulltrúa Landssambands fiskeldisstöðva og Landssambands veiðifélaga.
Málstofan fer fram á íslensku og verður haldin á Café Sólon í Reykjavík föstudaginn 4. apríl, 2014, kl. 13:30 16:30.
Upplýsingar um fyrstu tvær málstofur, þ.a.m. slæður frummælenda má finna á vef Líffræðifélags Íslands (málstofur um líffræði fiskeldis).
Allir eru velkomnir og beðnir að skrá sig til þátttöku hjá nasf@vortex.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.