Leita í fréttum mbl.is

Örfá villt dýr

Það er staðreynd að við mennirnir höfum gjörbreytt umhverfi jarðar.

Teiknarinn XKCD setti þetta í samhengi, með því að teikna upp lífmassa landspendýra.

Ef tekin er saman heildarþyngd allra landspendýra, þá eru menn uþb 25%. Húsdýrin okkar leggja til um það bil 65%, en villt spendýr eitthvað um 10% af heildar þyngd landspendýra.

land_mammals

Myndin á XKCD vakti miklar umræður á Reddit, en stóru drættirnir virðist vera nokkuð nærri lagi.

Þetta undirstrikar mjög skýrt hvernig við höfum breytt orkuflæði jarðar, með landbúnaði og húsdýrarækt. Eitthvað verður jú að standa undir öllum þessum framförum, og fésbókarfærslum.

Heimildin á bak við myndina er tafla í bókinni The Earth's Biosphere: Evolution, Dynamics, and change eftir Vaclav Smil

Líklega teljast hreindýr á heiðum Austurlands til villtra dýra, og í heildarbókhaldi íslenskra landspendýra eru þau bara smár hluti hjarðarinnar.


mbl.is Ók á hreindýrahjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband