22.4.2014 | 08:57
Íslenskir framhaldsnemar í Evrópu
Líffræðistofa HÍ stendur fyrir tveimur erindum í þessari viku. Bæði eru flutt af íslenskum doktorsnemum, sem starfa við hágæðastofnanir í Evrópu.
Fyrst ber að nefna erindi Hákons Jónssonar, sem starfar við Kaupmannahafnarháskóla (22. apríl). Hákon er að rannsaka forn erfðamengi, og mun halda erindi um núlifandi hesta-tegundir. Hann og samstarfsmenn hans hafa beitt sameindaerfðafræðilegum aðferðum til að greina genasamsetningu í fágætum hestaafbrigðum, sem mörg hver eru í útrýmingarhættu. Og einnig skoðaði hann erfðamengi Equus quagga quaggasem er nýútdauð tegund.
Sara Sigurbjörnsdóttir fjallar um rannsóknir sínar (23. apríl). Sara er doktorsnemi hjá Mariu Leptin við EMBL í Heidelberg en mun fá prófgráðu sína frá HÍ (sjá neðst).
Sara verður einnig með kynningu á framhaldsnámi við Evrópsku sameindalíffræðistofnunina (EMBL), sem stendur íslendingum til boða.
Loftæðakerfið í ávaxtaflugunni kemur í stað lungna, og þær eru ekki heldur með eiginlegt æðakerfi til að flytja súrefnisríkt blóð. Loftæðakerfið er net pípulagna sem ber súrefni úr umhverfinu inn í frumurnar (sjá mynd af loftæð og vöðva), sjá mynd.
Sara er að skoða hvernig mRNA sameindum eru fluttar og komið fyrir í angalöngum loftæðafrumanna, sem geta verið býsna fjarri kjarnanum þar sem mRNA er framleitt. Þessi staðsetning mRNA í angalöngum frumna tryggir að efniviður nauðsynlegur til vaxtar til staðar, þegar næsti angi frumunnar þarf að myndast. En það er ekki nóg að fruman sendi bara út anga, hún þarf líka að mynda loftæðina. Sara er einnig að rannsaka prótín sem koma að loftæðamyndun.
Nánari upplýsingar
22. apríl
Hakon Jónsson - Equid genome sequencing reveals multiple gene-flow events and sympatric speciation despite extensive chromosomal rearrangements Þri, 22/04/2014 - 12:30 | Askja Stofa 130
http://luvs.hi.is/is/vidburdir/equid-genome-sequencing-reveals-multiple-gene-flow-events-and-sympatric-speciation-despite-extensive
23. apríl
Sara Sigurbjörnsdóttir - Molecular genetics of tracheal development in fruitflies Mið, 23/04/2014 - 12:30 | Askja Stofa 131
http://luvs.hi.is/is/vidburdir/molecular-genetics-tracheal-development-fruitflies
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.