7.5.2014 | 15:47
Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?
En ef um hálfsystkin er að ræða, þá minnkar skyldleikinn í 25% að meðaltali. Hálfsystkin eru því jafnskyld hvoru öðru og börn afa sínum eða ömmu. Það er einfalt að rekja skyldleikann með því að telja kynslóðir og fylgja kynfrumun í gegnum ættartré. Þannig má meta skyldleika einstaklinga í stórum ættartrjám, jafnvel þótt einhver skyldleikaæxlun sé til staðar. Samruni eggs og sæðisfrumu er fyrsta skrefið í fósturþroskun mannfólks. Hvor kynfruma um sig leggur til eitt eintak af öllum 23 litningum mannsins og því er hver einstaklingur með tvö afrit af öllum litningum og öllum genum (þekkt eru frávik, sjá neðar). Við myndun kynfruma parast samstæðir litningar, það er báðir litningar númer 1 parast, litningar númer 2 parast, og svo framvegis. Hluti af þessu ferli er víxlun á erfðaefni milli samstæðra litninga, þannig að erfðaefni hvers litnings stokkast upp í hverri kynslóð. Það er ólíkt á milli kynfruma, til dæmis einstakra sæðisfruma, hvar víxlin verða. Afleiðingin er sú að engar tvær sæðisfrumur eða eggfrumur bera sama erfðaefni. Tvíburar koma í tveimur megingerðum, eineggja og tvíeggja. Tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og koma sér fyrir í legi móður. Eineggja tvíburar verða til þegar eitt frjóvgað egg myndar tvo fósturvísa.
Lögmál erfða sýna að tvíeggja tvíburar deila jafn mörgum genum og venjuleg systkin, um 50%. En eineggja tvíburar eru frábrugðnir, því báðir fá sama erfðamengi frá hinu frjóvgaða eggi. Þeir eru því erfðafræðilega eins (100% genanna eru þau sömu). Stuttu svörin eru því þessi:
- Maður er jafnskyldur foreldrum sínum og alsystkinum, en minna skyldur hálfsystkinum.Foreldrar pabba manns er því jafn skyld manni og alsyskin pabba manns.
- Alsystkin eru jafnskyld og tvíeggja tvíburar en minna skyld en eineggja tvíburar.
Skrifað fyrir vísindavefinn og spyrjendur hans.
Arnar Pálsson. Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?. Vísindavefurinn 30.9.2013. http://visindavefur.is/?id=11204. (Skoðað 7.5.2014).
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erfðafræði | Breytt 15.5.2014 kl. 17:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Er ekki best að spyrja Kára Stefánsson af því. Hann er að safna 100.000 spöðum frá spöðum
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.5.2014 kl. 05:59
8-10% Íslendinga eru rangt feðraðir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.5.2014 kl. 06:02
Ég vann við Íslenska erfðagreiningu 2006 til 2007. Fyrirtækið birti aldrei gögn um rangfeðranir, en hvíslað var á göngunum að þær væru ótrúlega fátíðar. Kannski endurspeglar það sýn okkar á samlífi íslendinga, eða heiðarleika í skrásetningu foreldra og feðra.
Ég er því miður ekki með tölu fyrir þig, en 8-10% er örugglega ofmat.
Hvaðan kemur þín tala?
Annars komu Rose hjónin um þetta og skyld málefni í bók sinni (Genes, cells and brains). Þau ræddu við nokkra íslendinga um gagnagrunninn, og m.a. konur sem skráðu sig út til af því að þær vissu af kynferðisofbeldi innan fjölskyldna. Ein kona sagðist reyndar vilja vera með í rannsókn decode, því hún vildi að sifjaspell forfeðranna kæmu upp á yfirborðið.
Genes, Cells and Brains by Hilary Rose and Steven Rose
En eins og áður sagði hefur decode ekki rannsakað það nema óbeint, eins og í rannsókn Agnars Helgasonar og Snæbjarnar Pálssonar á áhrifum skyldleika á frjósemi og lífslíkur.
Agnar Helgason o.fl. An Association Between the Kinship and Fertility of Human Couples Science 8 February 2008: Vol. 319 no. 5864 pp. 813-816 DOI: 10.1126/science.1150232Arnar Pálsson, 9.5.2014 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.