21.5.2014 | 15:47
og mýs sem elska að hlaupa
Moskítóflugur er ein mesta morðingi dýraríkisins, vegna þess hvaða pestir þær bera með sér. Malaría, einnig kölluð mýrarkalda, er svæsin hitasótt sem drepur milljón manns á ari.
Af vef landlæknis.
Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er áætlað að um 300 milljón manns smitist árlega af malaríu og leiðir hún til a.m.k. milljón dauðsfalla á ári hverju. Um 90% dauðsfalla eru meðal barna og verst er ástandið í Afríku sunnan Sahara.
Malaría var landlæg sýking í Evrópu en hvarf á seinni hluta 19. aldar. Engar markvissar aðgerðir voru til að útrýma henni, en eyðing votlendis, bætt umönnun dýra, bætt húsakynni og lyf gegn malaríu áttu þátt í að hún er ekki lengur landlægur sjúkdómur. Ekki er vitað til að malaría hafi nokkurn tíma verið landlæg á Íslandi enda eru hér engar moskítóflugur. Hérlendis greinast árlega stöku tilfelli, öll meðal ferðamanna sem koma frá löndum þar sem malaría er landlæg.
Það er því grafalvarlegt ef flugurnar eru farnar að leita norður á bóginn. Við íslendingar höfum margir hverjir stært okkur af pöddufríu land, engar moskítóflugur og engir kakkalakkar. Persónulega sakna ég ávaxtaflugna, drekaflugna og eldflugna frá ameríku, en það verður ekki á allt kosið.
En kýs maður sína hreyfingu, eða viljum við helst liggja í leti og spara orkuna fyrir eitthvað mikilvægara... Svörin við þessari spurningu er nokkur, og nóg til af hlaupelskandi mannfólki. Það má snúa spurninginn aðeins á hlið. Finnst öðrum dýrum gaman að hlaupa?
Stóra hlaupahjólið er staðalbúnaður í mörgum músabúrum og tilraunastofum. Hjólið er notað til að meta ólíka eiginleika músa, en alltaf er það notað inni á rannsóknarstofu.
Hollenskir vísindamenn gerðu pínkulítið skrýtna tilraun. Þeir settu músahlaupahjól út í garð, og fylgdust með hvort dýr merkurinnar hefðu gaman að apparatinu. Viti menn, mýs, rottur, froskar og sniglar prufuðu tækið. Þessir tveir síðast töldu
Ítarefni:
Townroe S, Callaghan A (2014) British Container Breeding Mosquitoes: The Impact of Urbanisation and Climate Change on Community Composition and Phenology. PLoS ONE 9(4): e95325. doi:10.1371/journal.pone.0095325
James Gorman NY Times 20. maí 2014. Mice Run for Fun, Not Just Work, Research Shows
Johanna H. Meijer og Yuri Robbers Wheel running in the wild Proc. R. Soc. B 7 July 2014 vol. 281 10.1098/rspb.2014.0210
Moskítóflugur hreiðra um sig í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
...
https://www.youtube.com/watch?v=1VuMdLm0ccU
:)
DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 11:25
Takk doktor
Arnar Pálsson, 23.5.2014 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.